fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Heitar umræður um Rúnar Alex í Bretlandi: „Hefur einhver verið afskrifaður jafn fljótt?“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 08:42

Rúnar Alex Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heitar umræður hafa skapast í Bretlandi eftir að Rúnar Alex Rúnarsson spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Arsenal í 2-1 tapi gegn Wolves í gær. Wolves tók á móti Arsenal á Molineux Stadium og komst Arsenal yfir á 32. mínútu eftir glæsilegan einleik Nicolas Pepe og allt stefndi að Arsenal færi með eins marks forystu í fyrri hálfleik en þá gerðist David Luiz varnarmaður Arsenal brotlegur í eigin teig og var rekinn af velli og víti dæmt sem Rúben Neves nýtti og jafnaði metin á fimmtu mínútu uppbótartíma.

João Moutinho kom svo Wolves yfir með mögnuðu langskoti á 49. mínútu og staðan orðin 2-1 Wolves í hag. Bernd Leno gerði sig svo sekann um að handleika boltann fyrir utan vítateig var rekinn af velli.

Rúnar Alex Rúnarsson kom inn í stað Thomas Partey til að verja mark Arsenal og er það söguleg stund fyrir Íslendinga þar sem hann er fyrsti íslenski markmaðurinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Getty Images

Þetta var fyrsti leikur Rúnars fyrir Arsenal síðan í desember, þá gerði hann mistök í tapi gegn Manchester City í deildarbikarnum. „Óvinsæl skoðun en Rúnarsson gerði vel þrátt fyrir að fara inn svona óvænt, hann er ekki eins slæmur og stuðningsmenn segja,“ skrifar einn stuðningsmaður Arsenal.

Annar bendir á það að fólk hafi afskrifað Rúnar Alex eftir ein mistök. „Ein spurning, hefur einhver verið afskrifaður jafn fljótt eftir eina slæma frammistöðu? Hann átti sök í einu af fjórum mörkum City. Fólk lætur eins og hann hafi aldrei verið skot. Ég segi að við styðjum strákinn“ skrifar annar.

Arsenal fékk Mat Ryan frá Brighton í janúar en hann er meiddur, það eru því allar líkur á því að Rúnar Alex standi vaktina í marki Arsenal þegar liðið mætir Aston Villa um helgina en Bernd Leno verður í banni.

Einn stuðningsmaður Arsenal slær svo á létta strengi og segir. „Var að átta mig á því að ef þú þýðir Rúnar Alex Rúnarsson, er nafnið hans. Rúnar, sonur Rúnars.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“