fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Arnór Smára þurfti að taka á sprett eftir að fjögurra barna faðir var myrtur: „Það áttu allir fótum sínum fjör að launa“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 11:15

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Smárason er mættur heim til Íslands eftir að hafa búið erlendis í sautján ár og leikið sem atvinnumaður í knattspyrnu. Arnór átti farsælan feril á Norðurlöndunum en hann hóf feril sinn með Heerenveen í Hollandi.

Arnór sem ólst upp á Akranesi samdi við Íslandsmeistara Vals í vetur og leikur í efstu deild karla hér á landi í sumar. Arnór gerir upp feril sinn í viðtali við Jóhann Skúla í Draumaliðinu.

Í viðtalinu velur Arnór bestu samherjana af ferlinum en hann rifjar einnig upp atvik sem honum tengjast, eitt af því er þegar stuðningsmaður Djurgarden var myrtur fyrir leik gegn Helsinborg, liðinu sem Arnór lék þá með.

Atvikið átti sér stað árið 2014 gerðist skömmu fyrir leik liðanna og allt sauð upp úr. „Þennan dag gerist það, það eru þvílíkt læti fyrir utan völlinn. Einn stuðningsmaður Djurgarden deyr, þetta gerist nokkrum mínútum fyrir leik. Leikurinn byrjar, eftir svona 15-20 mínútur í leiknum þá verður allt vitlaust Djurgarden meginn,“ segir Arnór í Draumaliðinu.

Í fréttum af málinu segir að 43 ára gamall maður hafi verið myrtur, hann var laminn í hausinn með aðskotahlut í miðbænum skömmu fyrir leik. Um var að ræða fjögurra barna faðir sem lést í átökum á milli stuðningsmanna Djurgarden og Helsingborg.

Stuðningsmenn Djurgarden voru brjálaðir eftir atvikið og hlupu inn á völlinn þegar leikurinn var í gangi. „Þeir byrja að hlaupa inn á völlinn og ögra stuðningsmönnum Helsingborg, þá kemur það fljótt í ljós að stuðningsmaður hafi dáið rétt fyrir leik. Það var öllum sagt að spretta inn í klefa og það var læst, það áttu allir fótum sínum fjör að launa.“

Arnór segir að knattpsyrnubullur séu talsvert áberandi í Svíþjóð. „Þetta er á miklu stærra leveli en fólk á Íslandi gerir sér grein fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt