fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Kjartan Henry til Óla Kristjáns – „Ég vildi ekki bora í nefið í febrúar og mars“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 09:16

Kjartan Henry Finnbogason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason hefur skrifað undir stuttan sex mánaða samning við Esjberg í næst efstu deild í Danmörku. Þjálfari liðsins er Ólafur Kristjánsson.

Kjartan rifti samningi sínum við Horsens fyrir helgi en bæði Valur og KR hafa áhuga á að fá hann í sínar raðir.

„Þegar ég var búinn að rifta fékk ég símtal frá Óla Kristjáns, ekki í fyrsta skipti. Hann reyndi að fá mig þegar hann var hjá Randers og líka þegar ég var í smá basli hjá Vejle. Ég átti fínt spjall við hann og sagði honum hvernig ég væri að hugsa þetta,“ sagði Kjartan Henry við Fótbolta.net eftir að hafa skrifað undir.

Ljóst er þó að Kjartan Henry er á heimleið en hann vildi ekki bara bora í nefið næstu vikur þegar verið er að pakka og flytja heim til Íslands.

„Tímabilið heima byrjar ekki fyrr en í byrjun maí. Ég vildi ekki bora í nefið í febrúar og mars á meðan við erum að pakka hérna úti og koma fjölskyldunni heim. Mér fannst spennandi að vinna með honum. Esbjerg er spennandi klúbbur sem á klárlega að vera í úrvalsdeildinni.“

Kjartan Henry er 34 ára gamall en Esjberg er í öðru sæti B deildarinnar í Danmörku, fyrir hjá félaginu er framherjinn Andri Rúnar Bjarnason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Í gær

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“