Anthony Martial framherji Manchester United hefur beðið félagið um aukna öryggisgæslu við heimili sitt til að vernda fjölskyldu sína. Ástæðan eru skilaboð frá rasistum sem eiginkona hans hefur fengið.
Martial og Melanie Martial eiginkona hans fengu mörg ljót skilaboð í síðustu viku eftir tap United gegn Sheffield United.
Martial bað United um að hjálp við að vernda heimili sitt og ákvað félagið að verða við ósk hans. Félagið hefur reynslu af því að vernda heimili í úthverfi Manchester. Ed Woodward stjórnarformaður félagsins hefur fengið svipaða þjónustu eftir að ráðist var að heimili hennar.
Melanie ákvað að birta ljótustu skilaboðin sem hún fékk en þar er því meðal annars hótað að drepa hana, ungan strák þeirra og Martial sjálfan. „Segðu helvítis eiginmanni þínum, kærasta eða bólfélaga, hvað sem hann nú er að drulla sér frá Manchester. Annars drepum við hann,“ skrifar einn aðili í skilaboðum til Melanie.
Hann heldur svo áfram. „Síðasta viðvörun, þið ættuð að fara annars er líf þitt, barnsins og hans í hættu.“
Melanie fék svo ljót skilaboð um hörundslit Martial. „Þú ert hvít en samt með svörtum aumingja, ógeðslegt.“