fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Birtir mynd af hræðilegu sári sem hann hlaut í knattspyrnuleik – „Ég sá að sokkurinn var allur í blóði“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 14:30

Mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brian Medina knattspyrnumaður í Argentínu var fluttur á spítala um helgina eftir vægast sagt ljóta tæklingu. Varnarmaðurinn er 27 ára gamall. Medina leikur með Ituzaingo en liðið var að mæta Real Pilar og vann að lokum 6-5 sigur í vítaspyrnukeppni

Medina var fluttur á sjúkrahús eftir tæklingu frá Lucas Rios leikmanni Real Pilar. „Ég veit ekki hvort hann hafi ætlað sér þetta, hann skildi takkann eftir í löppinni á mér,“ sagði Medina.

Þótt ótrúlegt megi virðast þá hélt Medina leik áfram um skamma stund áður en sá sokkinn sinn sem var allur í blóði „Ég fann fyrir þessu, ég setti pressu á annan leikmann og þá sá ég að sokkurinn var allur í blóði.“

„Ég henti mér í jörðina og sagði dómaranum að þetta væri honum að kenna. Hann stóð tvo metra frá atvikinu og gerði ekkert.“

Þegar búið var að taka sokkinn niður, sást hversu alvarleg meiðsli Medina voru. Hann var fluttur með hraði á sjúkrahús. „Ég fór á sjúkrahús þar sem gert var að sárum mínum. Ég var saumaður og fjölskylda mín fór með mig á völlinn. Ég sá þrjár síðustu vítaspyrnurnar og gat fagnað.“

Myndin af löpp Medina er hér að neðan og er ekki fyrir viðkvæma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni