fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Ronaldo hafnaði ofursamningi frá Sádi-Arabíu – Hefði fengið yfir 900 milljónir á ári

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 07:00

Menn á borð við Messi og Ronaldo eru ekki þeir áhrifamestu að sögn Enrique. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, fékk á dögunum tilboð frá yfirvöldum í Sádi-Arabíu um að gerast andlit ferðamannabransans þar í landi.

Samningurinn hljóðaði upp á það að Ronaldo yrði reglulegur gestur í Sádi-Arabíu og tæki þátt í ýmsu kynningarstarfi fyrir landið.

Ronaldo myndi að launum fá rúmar 5.3 milljónir punda á ári, það jafngildir rúmlega 936 milljónum íslenskra króna.

Ronaldo hafnaði þessu tilboði frá Sádi-Arabíu en yfirvöld þar í landi hafa ekki gefist upp og hafa sett sig í samband við umboðsmenn Lionel Messi, til þess að kanna hug knattspyrnustjörnunnar á tilboðinu.

Markvisst starf virðist vera í gangi hjá yfirvöldum í Sádi-Arabíu til þess að fá heimsfrægt íþróttafólk til liðs við sig í þeim tilgangi að bæta ímynd landsins sem hefur legið undir mikilli gangrýni vegna mannréttindabrota.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Í gær

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar