fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Sigurganga Rangers ætlar engan endi að taka – Unnið 98 leiki undir stjórn Gerrard

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 23. janúar 2021 19:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rangers er með 23 stiga forskot í skosku úrvalsdeildinni eftir 5-0 sigur á Ross County í dag. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að liðið verði skoskur meistari.

Ross County var engin fyrirstaða fyrir lærisveina Steven Gerrard í dag. Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Rangers.

Mörk frá Ryan Jack og Connor Goldson í seinni hálfleik gulltryggðu síðan 5-0 sigur liðsins.

Rangers situr í 1. sæti deildarinnar með 69 stig eftir 25 leiki. Liðið á enn eftir að tapa leik og er með mikið forskot í deildinni.

Lærisveinar Gerrard hafa unnið 22 leiki á tímabilinu og gert 3 jafntefli, skorað 65 mörk og aðeins fengið á sig 7 mörk.

„Við erum á frábærum stað í augnablikinu en nú einblínum við bara á næsta leik sem er á miðvikudaginn,“ sagði Steven Gerrard í viðtali eftir leik en hann var að stýra sínum 150 leik sem knattspyrnustjóri Rangers.

Rangers hefur unnið 98 af þeim 150 leikjum sem liðið hefur spilað undir stjórn Gerrard, hann er með 65.10% sigurhlutfall sem knattspyrnustjóri liðsins og stefnir hraðbyri í átt að sínum fyrsta deildarmeistaratitli sem knattspyrnustjóri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag