fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433

Davíð Örn orðinn leikmaður Breiðabliks – Skrifaði undir þriggja ára samning

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 18:37

Mynd: blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Örn Atlason er orðinn leikmaður Breiðabliks, hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í dag. Breiðablik tilkynnti um komu bakvarðarins frá Víking R. í kvöld.

Eins og greint hafði verið frá fyrr í dag á 433.is, hafði Davíð ekki áhuga á að framlengja samning sinn við Víking. Sökum þess ákvað félagið selja hann frekar en að missa hann frítt eftir ár. Davíð Örn telur að nú hafi verið rétti tímapunkturinn að róa á önnur mið frá Víkingum.

„Ég er mjög ánægður með að vera kominn til Breiðabliks. Mér líst mjög vel á allar aðstæður og það hlutverk sem mér er ætlað. Ég er búinn að vera lengi í Víkinni og hef átt frábæra tíma þar en fannst vera kominn tími til að breyta til. Einnig er ég sérstaklega ánægður með hvernig félögin stóðu að þessum félagaskiptum. Víkingar eiga miklar þakkir skildar fyrir fagleg vinnubrögð,” sagði Davíð Örn í tilkynningu sem birtist á vefsíðunni blikar.is

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er ánægður með að hafa nælt í leikmanninn.

„Frábærar fréttir fyrir Breiðablik að hafa fengið Davíð Örn Atlason til félagsins. Hann hefur verið einn besti bakvörður deildarinnar undanfarin ár og mun styrkja leikmannahópinn okkar bæði innan vallar sem utan. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn í hópinn“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.

Davíð Örn á að baki 150 leiki í meistaraflokki og fimm leiki með yngri landsliðum Íslands. Hann hóf meistaraflokksferil sinn með KA árið 2011 en hann var um tíma á láni hjá Dalvík/Reyni.

Davíð hefur spilað með Víkingi Reykjavík síðan árið 2015. Hann var meðal annars bikarmeistari með liðinu árið 2019.

Mynd: blikar.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tilbúinn að spila hvar sem er í vetur undir nýja stjóranum

Tilbúinn að spila hvar sem er í vetur undir nýja stjóranum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Giroud orðinn liðsfélagi Hákonar

Giroud orðinn liðsfélagi Hákonar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Goðsögn handtekin um helgina

Goðsögn handtekin um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG