fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Endar ferilinn sem markahæsti leikmaður Manchester United og Englands – „Munið nafnið, Wayne Rooney“

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 16. janúar 2021 09:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Everton og Manchester United, hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna og snúið sér að þjálfun þar sem hann hefur verið ráðinn þjálfari Derby County.

Hinn 35 ára gamli Wayne Rooney, á að baki magnaðan knattspyrnuferil. Hann er sem stendur markahæsti leikmaðurinn í sögu enska landsliðsins en hann skoraði 53 mörk fyrir England 120 leikjum.

GettyImages

Þá er Rooney einnig markahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester United þar sem hann skoraði 253 mörk.

Rooney var 16 ára og 360 daga gamall þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni með Everton gegn Arsenal í október árið 2002.

„Munið nafnið, Wayne Rooney!“ sagði lýsandinn er Wayne Rooney tryggði Everton 2-1 sigur á Arsenal. Það leið ekki á löngu þar til allir þekktu nafnið.

Á sínum tíma með Everton lék Rooney 117 leiki, skoraði 28 mörk og gaf 4 stoðsendingar. Þessi ungi og kraftmikli framherji vakti mikla athygli með frammistöðu sinni hjá Everton og var árið 2004 keyptur til Manchester United fyrir 26 milljónir punda.

GettyImages

Hjá Manchester United varð Ronney sigursæll undir stjórn Sir Alex Ferguson. Hann varð Englandsmeistari fimm sinnum, vann Meistaradeild Evrópu og varð enskur bikarmeistari.

Hann skrifaði sig í sögubækur félagsins og er hingað til eini leikmaðurinn í sögu félagsins sem hefur skorað meira en 250 mörk.

GettyImages

Eftir 13 ára feril hjá Manchester United sneri hann aftur heim til Everton þar sem hann lék í eitt tímabil, spilaði 31 leik og skoraði tíu mörk. Í kjölfarið tók síðan við tími í Bandaríkjunum með D.C. United og á Englandi með enska B-deildar liðinu Derby County.

Í nóvember á síðasta ári var Rooney síðan ráðinn bráðabirgðastjóri Derby County eftir að þáverandi þjálfara félagsins, Philip Cocu, hafði verið sagt upp störfum. Rooney hefur nú ákveðið að snúa sér alfarið að þjálfun og samdi við Derby um að verða næsti knattspyrnustjóri félagsins.

GettyImages

Þar með líkur leikmannaferli eins helsta markaskorara Englands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“