Lyle Taylor leikmaður Nottingham Forest neitaði að krjúpa fyrir viðureign liðsins gegn Cardiff á laugardag í FA bikarnum.
Nottingham Forest vann leikinn með einu marki gegn engu og var það Lyle Taylor sem gerði eina mark leiksins en hann vakti hins vegar meiri athygli þegar að hann ákvað að krjúpa ekki fyrir leik til stuðnings „Black Lives Matter“.
Taylor sem hafði sína ástæðu fyrir því en hann kom opinbert fram og ræddi um málið við BBC þar sem hann gagnrýndi stofnunina Black Lives Matter.
„Ekki miskilja ég auðvitað veit ég að „black lives matter“ en aldrei mun ég segja þetta til stuðnings þessa fyrirtækis, skilaboðin eru 100% mikilvæg hvað varðar svört líf og lögregluofbeldi og rasismi er auðvitað slæmur hlutur “. segir Taylor í viðtali við BBC.
Black Lives Matter var stofnað árið 2013 eftir að Trayvon Martin var myrtur og morðingi hans sýknaður af kærunni, stofnunin fékk mikla athygli árið 2020 þegar að lögreglumaðurinn Derek Chauvin myrti George Floyd eftir að hafa lagt hné sitt á háls hans í átta mínútur og varð bylting í Bandaríkjunum í kjölfarið.
Leikmenn í Ensku deildinni hafa tekið hné síðan að atvikið átti sér stað og bera merki Black Lives Matter á ermum sínum.
Taylor sem styður málefnið en ekki stofnunina spyr hvenær sé nóg komið það er búið að koma málinu á framfarir þetta er bara um pólitískan rétttrúnað fyrir sjónvarps fyrirtækin til að lýta vel út, málefnið er löngu horfið úr þessu.
„Hann er svartur ekki litaður. Mamma mín er hvít, ekki segjum „Beige“ vandamálið eru orðin sem við notum og hvaða orð við megum nota, ef maður segir eitthvað í viðtali bíður maður einfaldlega eftir því að einhver móðgist eða særist. Það vilja allir vera móðgaðir og sérstaklega fyrir framan almenning, fólk vill getað sagt „Nú er ég pirraður“ “. Segir Taylor um kynþátt sinn og hvernig almenningur tekur öllu illa og leitast eftir því að móðgast.
#nffc striker Lyle Taylor speaks out against Black Lives Matter and players taking a knee as he criticises broadcasters. #BLM https://t.co/QSMYVR3WIZ
— Nottinghamshire Live Sport (@nottslivesport) January 10, 2021
"My support for what it is that we're trying to achieve is absolute. But I do not support Black Lives Matter as an organisation."#NFFC matchwinner @lyletaylor90 on beating Cardiff in the cup, and why he doesn't take the knee.
Listen here: https://t.co/o1ypZMFRhn pic.twitter.com/bzSoG7RQZj
— BBC Nottingham Sport (@BBCRNS) January 9, 2021