fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Einkunnir eftir svekkjandi tap Íslands gegn Englandi – Guðlaugur Victor frábær

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 5. september 2020 17:50

Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland og England áttur við í Þjóðadeildinni í dag en leikurinn fór fram á tómum Laugardalsvelli. Leiknum lauk með 0-1 sigri England. Raheem Sterling kom Englendingum yfir með marki úr vítaspyrnu í uppbótatíma. Sverrir Ingi Ingason fékk boltann í hendina og var rekinn af velli.

Birkir Bjarnason fékk svo frábært tækifæri til að jafna mínútu síðar úr vítaspyrnu en skaut langt yfir.

Góð frammistaða íslenska liðsins sem lék án sinna bestu leikmanna en Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Ragnar Sigurðsson voru fjarverandi. Þá meiddist Kolbeinn Sigþórsson í upphitun og var ekki með.

Englendingar voru meira með boltann en sköpuðu sér lítið, Harry Kane skoraði þó löglegt mark í fyrri hálfleik en var ranglega dæmdur rangstæður.

Íslenska liðið heldur nú til Belgíu og mætir þar einu besta landsliði í heimi.   Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.

Byrjunarliðið:

Hannes Halldórsson 7
Þurfti ekkert oft að taka á honum stóra sínum en gerði hlutina vel

Hjörtur Hermansson 7
Flottur leikur hjá Hirti sem varðist vel og pakkaði Raheem Sterling reglulega saman.

Sverrir Ingi Ingason 7
Varðist vel með Kára í hjartanu og virðist vera á góðum stað eftir að hafa spilað mikið með PAOK á síðustu leiktíð.

Kári Árnason 8
37 ára en gerir nánast aldrei mistök í bláu treyjunni, frábær í dag.

Hörður Björgvin Magnússon 6
Englendingar sóttu lítið á Hörð en hann gerði vel þegar á þurfti.

Arnór Ingvi Traustason (´76) 6
Duglegur en náði ekki að ógna fram völlinn þegar tækifæri gafst til.

Birkir Bjarnason 6
Smá ryðgaður til að byrja með en vann sig inn í leikinn. Klúðraði svo vítaspyrnu til að jafna leikinn.

Guðlaugur Victor Pálsson 8 – Maður leiksins
Besti maður Íslands í leiknum, algjör leiðtogi á vellinum og hans besti landsleikur frá upphafi.

Jón Dagur Þorsteinsson (´65) 7
Fínir sprettir þegar hann fékk boltann.

Albert Guðmundsson 6
Kom óvænt inn í liðið vegna meiðsla Kolbeins, var lítið í boltanum.

Jón Daði Böðvarsson 6
Eins og aðrir íslenskir leikmenn framarlega á vellinum var Jón Daði lítið í boltanum.

Varamenn:

Arnór Sigurðsson (´65) 6
Komst lítið í boltann en gerði ágætlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Í gær

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“
433Sport
Í gær

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Í gær

Liverpool fær samkeppni frá þessum fjórum stórliðum um Guehi

Liverpool fær samkeppni frá þessum fjórum stórliðum um Guehi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar