fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Tindastóll tryggðu sér sæti í Pepsi-max deildinni

Sóley Guðmundsdóttir
Miðvikudaginn 23. september 2020 19:15

Leikmenn Tindastóls fagna marki í fyrra. Mynd/skjáskot feykir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einum leik er lokið í Lengjudeildinni í dag. Tindastóll rúllaði yfir botnlið Völsungs á Húsavík og tryggði sér þar með sæti í deild þeirra bestu að ári.

Leiknum lauk með 0-4 sigri Tindastóls sem styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. Þær Bryndís Rut Haraldsdóttir, Hugrún Pálsdóttir, Rakel Sjöfn Stefánsdóttir og markamaskínan Murielle Tiernan skoruðu mörk Tindastóls. Murielle skoraði sitt 22. mark í deildinni og er lang markahæst.

Eftir leikinn er Tindastóll með 40 stig þegar þrír leikir eru eftir. Völsungur situr á botni deildarinnar með þrjú stig.

Ef litið er á stöðutöfluna má sjá að Keflavík er í öðru sæti með 33 stig og Haukar eru í þriðja sæti með 29 stig. Bæði lið hafa spilað einum leik minna en Tindastóll. Í pottinum eru 12 stig í boði fyrir Keflavík og Hauka. Þessi lið eiga eftir báða sína innbyrðis leiki. Á morgun tekur Keflavík á móti Haukum og í síðustu umferðinni, þann 9. október, taka Haukar á móti Keflavík.

Það er því mikil spenna í því hvaða lið mun fylgja Tindastól upp í efstu deild.

Þrír leikir verða spilaðir í kvöld. Víkingur R. tekur á móti Fjölni, ÍA tekur á móti Aftureldingu og Augnablik tekur á móti Gróttu.

Völsungur 0 – 4 Tindastóll

0-1 Bryndís Rut Haraldsdóttir
0-2 Hugrún Pálsdóttir
0-3 Rakel Sjöfn Stefánsdóttir
0-4 Murielle Tiernan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er sagan sem Hrafnkell heyrir um næsta stóra nafn sem gæti farið í Grindavík

Þetta er sagan sem Hrafnkell heyrir um næsta stóra nafn sem gæti farið í Grindavík
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vorkennir Florian Wirtz og segir Arne Slot hafa svikið þessi loforð

Vorkennir Florian Wirtz og segir Arne Slot hafa svikið þessi loforð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim
433Sport
Í gær

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn
433Sport
Í gær

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm