fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Bayern burstaði Barcelona – Skoruðu 8 mörk

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 14. ágúst 2020 20:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bayern Munchen og Barcelona mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Það má segja að Meistaradeildin hafi verið síðasti möguleiki Barcelona til að bjarga lélegu tímabili en Bayern kom heldur betur í veg fyrir það í kvöld.

Þegar einungis 4 mínútur voru liðnar af leiknum náði Bayern að komast yfir eftir mark frá Thomas Müller. Örfáum mínútum seinna skoraði David Alaba, varnarmaður Bayern, sjálfsmark og jafnaði um leið leikinn. Bayern ætlaði þó ekki að láta sjálfsmark skipta máli og gerði liðið sér lítið fyrir og skoraði þrjú önnur mörk áður en blásið var til hálfleiks.

Á 57. mínútu náði Luis Suarez að minnka muninn fyrir Barcelona en því miður fyrir spænska liðið þá átti þetta eftir að vera síðasta mark liðsins í kvöld. Bayern var hins vegar langt frá því að hætta að skora. Joshua Kimmich kom liðinu aftur í þriggja marka forystu og Robert Lewandowski jók forystuna enn meira með marki á 82. mínútu. Phillipe Coutinho, sem hefur ekki alveg náð fótfestu í Bayern liðinu síðan hann fór þangað frá Barcelona, gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk á 5 mínútum. Til gamans má geta að hann átti einnig stoðsendinguna í marki Lewandowski.

Lokaniðurstaðan 2-8 fyrir Bayern Munchen sem flýgur inn í undanúrslitin en Barcelona menn fara heim til Spánar og hugsa sinn gang. Þessi leikur gæti hafa fyllt mælinn hjá stjórn Barcelona og gæti Quique Setién, þjálfari liðsins, átt von á því að fjúka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona