fbpx
Mánudagur 26.janúar 2026
433Sport

Sancho fór án leyfis til Englands

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. júní 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho fór heim til Englands á meðan útgöngubann var þar í landi og í Þýskalandi vegna kórónuveirunnar.

Frá þessu segja þýskir miðlar en Sancho er sagður hafa ferðast heim til Englands án leyfis frá Dortmund.

Félagið veit ekki til þess að Sancho hafi ferðast, hið minnsta vill félagið ekki ræða það. Sancho skoraði þrennu í sigri Dortmund um síðustu helgi.

Sancho er sterklega orðaður við Manchester United en þessi tvítugi piltur vill fara frá Dortmund. „Við vitum ekki betur en að Sancho hafi verið í Dortmund síðustu vikurnar,“ sagði Michael Zorc yfirmaður knattspyrnumála hjá Dortmund.

Hann játaði hvorki né neitaði því að Sancho hefði ferðast án leyfis. „Ég hef heyrt að hann hafi verið sendur í sóttkví af okkur eða að hann hafi ekki verið meiddur. Það er tóm þvæla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðmundur einlægur: „Ég átti bara erfitt með að horfa í augun á konunni minni á þessum tíma því mér leið eins og ég væri bara búinn að skemma framtíðina okkar“

Guðmundur einlægur: „Ég átti bara erfitt með að horfa í augun á konunni minni á þessum tíma því mér leið eins og ég væri bara búinn að skemma framtíðina okkar“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðmundur fór á framandi slóðir sem komu á óvart – „Einhver besti maður sem ég hef kynnst“

Guðmundur fór á framandi slóðir sem komu á óvart – „Einhver besti maður sem ég hef kynnst“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal virkjar samtalið – Starfsmaður félagsins hefur áður fengið hann

Arsenal virkjar samtalið – Starfsmaður félagsins hefur áður fengið hann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal óttast ástandið á Kai Havertz

Arsenal óttast ástandið á Kai Havertz
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hár verðmiði fælir United og fleiri félög frá

Hár verðmiði fælir United og fleiri félög frá