fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Sólveig Anna gagnrýnir myndbirtingu Katrínar Jakobs: „Ekki við hæfi þegar að fólk er slasað og í lífshættu“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. júní 2020 21:27

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gagnrýnir það að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi fagnað sigri Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær og birt af því mynd.

Sólveig skrifar harðorðan pistil á Facebook í kvöld og segir að ef forsætisráðherra hafi frekar átt að setja inn færslu um þann harmleik sem átti sér stað í Reykjavík í gær þegar þrír létust í eldsvoða.

Sólveig byrjar pistil sinn á Facebook svona. „Kannski er óviðeigandi af mér að vera að pæla í þessu eða skrifa um þetta hér en ég ætla samt að gera það. Að sjálfsögðu má forsætisráðherra skrifa færslu á Twitter um áhugamál sín en í ljósi atburða gærdagsins hefði verið eðlilegra að háttsettasta stjórnmálamanneskja lýðveldisins skrifaði færslu um þann harmleik sem átti sér stað, ef hún á annað borð var að nota Twitter,“ skrifar Sólveig Anna

Sólveig telur að Katrín hafi frekar átt að ræða um skelfilegt ástand sem sé undir fallegu yfirborði á Íslandi: „Mér finnst ekki við hæfi að forsætisráðherra birti færslu um fótboltaleik þegar að fólk er slasað og í lífshættu eftir skelfilegan eldsvoða, en þannig var staðan í gærkvöldi, og þegar slökkviliðsfólk hefur lagt sig í mikla hættu við að reyna að bjarga þeim sem föst voru inn í húsinu. Ég tel að það væri betra og raunverulega við hæfi eftir atburði sem þessa að fólk sem fer með völd léti okkur vita að það skildi að undir fallegu yfirborði þessa lands eru skelfileg samfélagsleg vandamál sem hafa fengið að grassera meira og minna óáreitt. Það er svo löngu tímabært að það gerist.“

Hún segist hafa fengið nóg af yfirborðskenndri stemmingu. „Þessvegna leyfi ég mér hér að gagnrýna myndbirtinguna og áhersluna sem hún sýnir. Ég er komin með nóg af yfirborðskenndri stemmningu um að við séum öll í þessu saman og að allt sér hér frábært. Ég vil að við fókuserum á og tölum um það sem máli skiptir. Það er löngu tímabært.“

Klukkan 21.14 í gærkvöld birti forsætisráðherra Íslands færslu á Twitter:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi