fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Hinn umdeildi Íslendingur á spjalli við Zlatan á skírdag

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. apríl 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic, einn besti knattspyrnumaður í heimi síðustu ár æfir þessa dagana með Hammarby í Svíþjóð. Zlatan er samningsbundinn AC Milan en ástandið vegna kórónuveirunnar er slæmt þar í landi, hann fór því heim til Svíþjóðar.

Framherjinn keypti hlut í Hammarby á síðasta ári og fær að halda sér í formi með liðinu. Allt var vitlaust í Svíþjóð þegar Zlatan keypti í Hammarby enda goðsögn hjá Malmö, sem eru erkifjendur Hammarby.

Með Hammarby leikur Aron Jóhannsson en hann og Zlatan sáust á spjalli fyrir æfingu Hammarby í dag.

,,Aron og Zlatan að fara yfir málin á Skírdag. Mögulega smá Call of Duty umræða í gangi,“ skrifar Ágúst Þór Ágútsson og birtir mynd af Aroni og Zlatan að spjalla. Báðir eru duglegir að gripa í þennan vinsæla tölvuleik.

Aron varð umdeildur á Íslandi þegar hann valdi að spila fyrir Bandaríkin en ekki Ísland, þetta var árið 2013 og áttu margir Íslendingar erfitt með að fyrirgefa Aroni þessa ákvörðun.

Aron er að hefja sitt fyrsta heila tímabil með Hammarby og hefur verið í stuði á undirbúningstímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum