fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Stefán Logi upplýsir hvar hann faldi sig og hvernig hann flúði undan lögreglu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir 13 ára pilti, Stefáni Loga Magnússyni. Hann fór af heimili sínu seint á sunnudagskvöld en hefur síðan þá haft samband við kunningja sína. Stefán Logi er 160 sm að hæð, grannvaxinn, brúnhærður og stuttklipptur. Hann var í bláum gallabuxum, dökkblárri hettuúlpu og svörtum skóm þegar hann fór að heiman. Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið varir við Stefán Loga að láta vita í síma 11166,“ svona hljómar tilkynning frá Lögreglunni í Reykjavík árið 1993 þegar leitað var af Stefáni Loga Magnússyni, hann hafði þá strokið af heimili sínu tveimur dögum áður.

Stefán átti síðar eftir að ná langt sem knattspyrnumaður, samdi við stórliðið FC Bayern og lék fyrir íslenska landsliðið.

Stefán ræðir þetta mál við Fótbolta.net í dag og fer yfir erfitt samband sitt við föður sinn, á þessum árum. ,,Við vorum mjög líkir og áttum erfitt skap saman. Svo komu upp aðstæður sem gerðu það að verkum að mér fannst ég þurfa að fara að heiman,“ sagði Stefán við Fótbolta.net.

Stefán upplýsti hvar hann faldi sig og hvernig hann flúði undan lögreglu.

„Auðvitað var þetta mjög erfitt fyrir mína nánustu en það væsti ekkert um mig allan tímann. Ég faldi mig inni í bílskúr hér og þar og fékk mat hjá góðu fólki. Ég fór líka inn hjá frændfólki sem ég vissi að var ekki heima. Svo var þetta komið gott að lokum þegar ég var farinn að hlaupa undan lögreglunni. Ég hljóp í nokkur skipti undan lögreglunni og þetta var nánast eins og í bíómynd.“

Viðtalið við Stefán af Fótbolta.net er í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina