fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Jesus tryggði City öll stigin á King Power

Victor Pálsson
Laugardaginn 22. febrúar 2020 19:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leicester City 0-1 Manchester City
0-1 Gabriel Jesus(80′)

Það fór fram stórleikur á Englandi í kvöld er lið Manchester City og Leicester City áttust við á King Power vellinum.

Það var ágætis fjör í leik kvöldsins en að venju þá var VAR í aðalhlutverki og ekki endilega á góðan hátt.

Leicester vildi fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik er boltinn fór í hönd Kevin de Bruyne innan teigs en ekkert var dæmt.

Í seinni hálfleik fékk City svo sína eigin vítaspyrnu er boltinn fór í hönd Dennis Praet innan teigs og steig Sergio Aguero á punktinn.

Spyrna Aguero var hins vegar ekki góð og náði Kasper Schmeichel að verja hana nokkuð auðveldlega.

Staðan var markalaus þar til á 80. mínútu er varamaðurinn Gabriel Jesus skoraði eina mark leiksins til að tryggja City sigur.

City er 19 stigum á eftir toppliði Liverpool sem á þó leik til góða á mánudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál