fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Harka færist í deilurnar: Líkir opinberun Rooney við ofbeldi frá fósturpabba sínum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska götublaðið The Sun hefur síðustu ár flutt mikið af fréttum af Coleen Rooney og eiginmanni hennar, Wayne Rooney. Til að byrja með voru fréttirnar allt um persónulegt líf þeirra hjóna. Til að byrja með voru fréttir The Sun allar réttar, upplýsingarnar komu eftir að Coleen Rooney, hafði deilt upplýsingum með nánum vinum á Instagram. Málið var mikið í fréttum á síðasta ári.

Coleen skildi ekki af hverju allar þessar upplýsingar rötuðu í The Sun, hún var aðeins með nána vini á þessum lokaða Instagram reikningi. Það kom því ekkert annað til greina en að vinkona eða vinur hennar væri að leka upplýsingum í blaðið.

,,Í nokkur ár hefur einhver sem ég treysti til að fylgja mér á persónulegum Instagram reikningi, lekið upplýsingum í The Sun,“ skrifaði Coleen fyrir áramót þegar hún opinberaði sökudólginn.

Konan sem Coleen sakaði um þetta var Rebekah Vardy, eiginkona Jamie Vardy sem var með Wayne Rooney í enska landsliðinu. Hún hefur alltaf neitað sök og segir að aðilar sem voru að sjá um Instagram síðu hennar, séu þeir seku.

Vardy skammaði Rooney mikið þegar hún birti gögnin. Hún var ófrísk og sagði þetta ekkki sanngjarna meðferð, hún kom svo fram í viðtali á ITV í gær. Skömmu eftir að hafa eignast sitt fimmta barn.

,,Ég hef fengið ítrekuð kvíðaköst, ég hef þrisvar sinnum endað á spítala eftir þetta mál. Ég fékk nýrnasteina, ég vildi ekki vera á meðal fólks. Ég óttaðist spurningar frá fólki,“ sagði Vardy.

,,Þetta var mjög erfitt, það erfiðasta sem ég hef upplifað í lífinu síðan fósturpabbi minn beitti mig andlegu ofbeldi, þegar ég var yngri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jökull Andrésson í FH

Jökull Andrésson í FH
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kári Árnason gagnrýnir Arnar fyrir að velja ekki Gylfa í hópinn – „Af hverju er hann ekki með?“

Kári Árnason gagnrýnir Arnar fyrir að velja ekki Gylfa í hópinn – „Af hverju er hann ekki með?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segja þetta yfirlýsingu frá Suðurnesjum – Nefna annað stórt nafn sem gæti komið

Segja þetta yfirlýsingu frá Suðurnesjum – Nefna annað stórt nafn sem gæti komið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Biluð dramatík – Heimir Hallgríms leyfir Írum að dreyma um sæti á HM eftir sigur í Ungverjalandi

Biluð dramatík – Heimir Hallgríms leyfir Írum að dreyma um sæti á HM eftir sigur í Ungverjalandi
433Sport
Í gær

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“