fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Klopp og Liverpool enn með óbragð í munni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Philippe Coutinho, er orðaður við endurkomu til Liverpool en miðjumaðurinn frá Brasilíu hefur ekki fundið takt sinn eftir að hann fór frá Anfield. Coutinho var með læti í janúar árið 2018, hann vildi komast burt.

Coutinho fékk það í gegn og var seldur til Barcelona fyrir um 140 milljónir punda, þar gekk ekkert. Hann var lánaður til FC Bayern síðasta sumar og þar gengur lítið, hann situr nú sem fastast á bekknum.

Coutinho verður til sölu í sumar og hefur hann verið orðaður við endurkomu, The Athetic segir hins vegar að Liverpool sé ennþá með óbragð í munni eftir að Coutinho fór.

,,Vertu áfram hér og þú verður goðsögn, hjá Barcelona, Bayern eða Real Madrid verður þú bara leikmaður. Hér getur þó orðið meira,“ á Jurgen Klopp að hafa sagt við Coutinho undir lok árs 2017, það dugði skammt. Coutinho fór fram á sölu og fékk að fara.

Hvernig Coutinho kom fram við félagið er sagt hafa skilið eftir óbragð í munni Liverpool og Klopp, það bragð er enn í dag. Það gæti komið í veg fyrir að Coutinho geti snúið aftur.

Án Coutinho hefur Liverpool líka farið í tvígang í úrslit Meistaradeildarinnar og unnið hana einu sinni. Þá er félagið að vinna ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í 30 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona