fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Heitar umræður Í Svíþjóð eftir fréttir um skyndilegt brotthvarf Kolbeins – „Sorglegt“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 08:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra athygli í gær þegar greint var frá því að Kolbeinn Sigþórsson hefði samið um starfslok við AIK í Svíþjóð.

Þar segir að AIK og Kolbeinn hafi komist að samkomulagi um að rifta samningi íslenska framherjans sem átti að gilda út næstu leiktíð.

Ein umferð er eftir í sænsku úrvalsdeildinni en Kolbeinn lék tæpan hálftíma í tapi AIK gegn Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. Kolbeinn mun því kveðja félagið eftir síðustu umferðina en hann er að ljúka sínu öðru tímabili hjá félaginu. Kolbeinn kom á frjálsri sölu frá Nantes og hefur ekki fundið sitt besta form í Svíþjóð.

Stuðningsmenn AIK hafa rætt málið sín á milli en í 26 þúsund manna hóp á Facebook hafa fariðf ram heitar umræður um frammistöðu Kolbeins.

Daniel Moali Ahari
Leitt að heyra, hann náði aldrei flugi með AIK. Hann er magnaður leikmaður en þetta er rétt ákvörðun miðað við frammistöðu hans. Hann var hátt launaður og við þurfum að lækka kostnað.

Daniel Larsson
Hann var magnaður leikmaður fyrir nokkrum árum.

Mynd/Helgi Viðar

Conny Carlsson
Þessi meiðsli gerðu honum erfitt fyrir, hann náði aldrei takti. Þrjú mörk og sjö stoðsendingar í 40 leikjum.

Tomas Sunkvist
Mikið meiddur, kom meiddur og það hélt áfram. Finn til með honum en það er gott að losa hann.

GettyImages

Jerry Aaltonen
Langskot sem virkaði ekki, heilsuhraustur Kolbeinn hefði verið eitthvað annað góður.

Robert Larsson
Kom frítt og fékk borgað miðað við frammistöðu, takk fyrir þitt framlag til AIK og gangi þér vel í framtíðinni.

Mattias Lundström
Sorglegt þegar svona gengur ekki upp, gerði miklar væntingar til Íslendingsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot var ánægðari með tapleik en sigurleik – Útskýrir af hverju

Slot var ánægðari með tapleik en sigurleik – Útskýrir af hverju
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham
433Sport
Í gær

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Í gær

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil