fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Jón Þór: „Ekkert sem við getum gert annað en að bíða“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 16:37

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið er skrefi nær því að fara beina leið inn á Evrópumótið með sigri á Ungverjalandi ytra í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom íslenska liðinu yfir með glæsilegu marki um miðbik síðari hálfleik. Íslenska liðið hafði verið sterkari aðili leiksins fram að þessu.

Berglind tók vel á móti knettinum og snéri sér að marki og lét vaða, óverjandi skot sem markvörður Ungverjaland átti aldrei séns í. „Þetta var geggjað mark sem að Begga skoraði, það þurfti eitthvað sérstakt til að brjóta ísinn,“ sagði Jón Þór Hauksson þjálfari leiksins við RÚV eftir leik.

Ísland endar riðil sinn með 19 stig og er í öðru sæti. Það gæti komið í ljós í kvöld hvort það dugi íslenska liðinu að komast beint inn Á EM þegar flestir riðlar klárast, einn riðill klárast hins vegar ekki fyrr en í febrúar og þar gæti Ísland þurfta að bíða eftir niðurstöðu. Allar líkur eru á að þetta dugi liðinu til að komast beint inn á Evrópumótið.

„Alltaf gott að vinna leiki, það er frábært og frábært að fá sex stig í þessari ferð. Við höfum sýnt karakter, þetta var erfitt í dag. Þæri voru skipulagðar en ég er í skýjunum með þessa niðrustöðu.“

„Það er synd að þetta skuli ekki klárast á sama tíma, það er ekkert sem við getum gert annað en að bíða og sjá hvernig þau úrslit fara. Við getum fagnað okkar árangri, 19 stig í þessum riðli er frábær árangur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum leikmaður hjólar í þann danska á samfélagsmiðlum

Fyrrum leikmaður hjólar í þann danska á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United gagnrýnir Amorim harðlega – Opinberar hvernig þessi ummæli hans fóru í leikmannahópinn

Fyrrum leikmaður United gagnrýnir Amorim harðlega – Opinberar hvernig þessi ummæli hans fóru í leikmannahópinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Í gær

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins