fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Manchester City áfram í 16-liða úrslit

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 19:50

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið í 4. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Manchester City tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri á Olympiacos og Gladbach vann stórsigur á Shakhtar Donetsk.

Í C-riðli tók gríska liðið Olympiacos á móti Manchester City. City dugði sigur til þess að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum og leikmenn liðsins sáu til þess að svo yrði. Phil Foden skoraði eina mark leiksins á 36.mínútu eftir stoðsendingu frá Raheem Sterling.

City er eftir leikinn í 1. sæti C-riðils með 12 stig. Olympiacos er í 3.sæti með 3 stig.

Í Þýskalandi unnu heimamenn í Borussia Mönchengladbach 4-0 stórsigur á Shakhtar Donetsk frá Úkraínu. Lars Stindl kom Gladbach yfir með marki úr vítaspyrnu á 17. mínútu. Nico Elcedi tvöfaldaði síðan forystu heimamanna með marki á 34. mínútu.

Breel Embolo skoraði síðan þriðja mark Gladbach á 45. mínútu og Oscar Wendt innsiglaði 4-0 sigur heimamanna með marki á 77. mínútu.

Gladbach er eftir leikinn í 1. sæti B-riðils með 8 stig. Shakhtar er í 2. sæti með 4 stig.

C-riðill
Olympiacos 0 – 1 Manchester City 
0-1 Phil Foden (’36)

B-riðill
Borussia Mönchengladbach 4 – 0 Shakhtar Donetsk 
1-0 Lars Stindl (’17, víti)
2-0 Nico Elcedi (’34)
3-0 Breel Embolo (’45)
4-0 Oscar Wendt (’77)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tóku léttan boxbardaga í gær eftir löðrung mánudagsins – Sjáðu atvikið

Tóku léttan boxbardaga í gær eftir löðrung mánudagsins – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var 30 sekúndum á eftir Salah

Var 30 sekúndum á eftir Salah
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
433Sport
Í gær

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Í gær

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti