fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Liverpool tapaði – Bayern áfram í 16-liða úrslit

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 21:56

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í kvöld með nokkrum leikjum. Bayern Munchen vann Salzburg og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Þá tapaði Liverpool óvænt 0-2 á heimavelli fyrir ítalska liðinu Atalanta. Lestu um öll úrslit kvöldsins hér.

Bayern Munchen tók á móti Salzburg í A-riðli. Bayern komst í stöðuna 3-0 með mörkum frá Lewandowski og Sané en einnig sjálfsmarki hjá leikmanni Salzbug. Mergim Berisha minnkaði muninn fyrir Salzburg á 73. mínútu en nær komst liðið ekki. Bayern tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar með sigrinum. Bayern er í 1. sæti riðilsins með 12 stig. Salzburg er í 4.sæti með 1 stig.

Í hinum leik A-riðils gerðu Atletico Madrid og Lokomotiv Moskva markalaust jafntefli. Atletico er í 2. sæti riðilsins með 5 stig, Lokomotiv Moskva er í 3.sæti með 3 stig.

Ítalska liðið Inter tapaði fyrir Real Madrid á heimavelli í B-riðli. Eden Hazard kom Real yfir með marki á 7. mínútu og Rodrygo innsiglaði síðan 0-2 sigur Real með marki á 59. mínútu. Arturo Vidal, leikmaður Inter, var rekinn af velli á 33. mínútu. Real er eftir leikinn í 2. sæti riðilsins með 7 stig, Inter er í vandræðum í 4.sæti riðilsins með 2 stig.

Í C-riðli tók franska liðið Marseille á móti portúgalska liðinu Porto í leik sem endaði með 0-2 sigri gestanna. Zaidu Sanusi og Sergio Oliveira, skoruðu mörk Porto sem er eftir leikinn í 2. sæti riðilsins með 9 stig. Marseille er í 4. sæti án stiga.

Liverpool tapaði óvænt 0-2 á heimavelli fyrir ítalska liðinu Atalanta í D-riðli. Josip Illicic kom Atalanta yfir með marki á 60. mínútu og Robin Gosens innsiglaði síðan sigur liðsins. Liverpool er eftir leikinn í 1. sæti riðilsins með 9 stig. Atalanta er í 3.sæti með 7 stig.

Í hinum leik D-riðils vann hollenska liðið Ajax 3-1 sigur á danska liðinu FC Midtjylland. Mikael Neville Anderson, leikmaður FC Midtjylland og U-21 árs landsliðs Íslands, kom inn á sem varamaður á 69. mínútu í stöðunni 3-0. Ajax er eftir leikinn í 2. sæti riðilsins með 7 stig. FC Midtjylland er í 4. sæti án stig

A-riðill
Atletico Madrid 0 – 0 Lokomotiv Moskva 

Bayern Munchen 3 – 1 Salzburg 
1-0 Robert Lewandowski (’43)
2-0 Maximilian Woeber (’52, sjálfsmark)
3-0 Leroy Sane (’68)
3-1 Mergim Berisha (’73)

B-riðill
Inter 0 – 2 Real Madrid 
0-1 Eden Hazard (‘7)
0-2 Rodrygo (’59)

C-riðill 
Marseille 0 – 2 FC Porto 

0-1 Zaidu Sanusi (’39)
0-2 Sergio Oliveira (’72)

D-riðill
Ajax 3 – 1 FC Midtjylland 
1-0 Ryan Gravenberch (’47)
2-0 Noussair Mazraoui (’49)
3-0 David Neres (’67)
3-1 Awer Mabil (’81)

Liverpool 0 – 2 Atalanta
0-1 Josip Ilicic (’60)
0-2 Robin Gosens (’64)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Marko fékk þungan dóm
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool sagt klárt með arftaka fyrir Salah

Liverpool sagt klárt með arftaka fyrir Salah
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot tjáir sig í fyrsta sinn um ummæli Salah – Veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Slot tjáir sig í fyrsta sinn um ummæli Salah – Veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea en Delap verður frá í fleiri vikur

Áfall fyrir Chelsea en Delap verður frá í fleiri vikur
433Sport
Í gær

Nokkur íslensk landslið fá að vita hverjir andstæðingarnir verða í vikunni

Nokkur íslensk landslið fá að vita hverjir andstæðingarnir verða í vikunni
433Sport
Í gær

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina