fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Jóhann Berg spilaði í fyrsta sigri tímabilsins

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 23. nóvember 2020 19:27

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley þegar liðið tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Burnley hafði ekki enn sigrað leik í deildinni þegar þessi leikur hófst.

Burnley byrjaði leikinn vel og strax á áttundu mínútu kom Chris Wood Burnley yfir. Leikar stóðu 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Í síðari hálfleik hefði Jóhann Berg getað tvöfaldað forystuna en boltinn small í slánni. Hann var tekinn af velli á 67. mínútu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og fyrsti sigur Burnley í deildinni orðinn að veruleika.

Með sigrinum kom Burnley sér úr fallsæti og upp í 17. sæti. Þeir eru með fimm stig. Crystal Palace er í 10. sæti með 13 stig.

Burnley 1 – 0 Crystal Palace
1-0 Chris Wood (8′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga