fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Viðar fetaði í fótspor Hemma Gunn á Parken: Stolt systir – „Djöfull geta þessir Danir vælt“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 15. nóvember 2020 21:39

Úr síðasta landsleik Gylfa. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tapaði á svekkjandi hátt gegn Danmörku í kvöld en Danir skoruðu sigurmark sitt úr vítaspyrnu í uppbótatíma. Hörður Björgvin Magnússon baðaði út höndunum þegar hann stökk upp í skallabolta og boltinn fór í hönd hans. Eriksen skoraði af öryggi og tryggði Dönum sigur.

Danir komust yfir eftir tólf mínútna leik með marki Christian Eriksen úr vítaspyrnu. Dómurinn var umdeildur en Ari Freyr Skúlason var dæmdur brotlegur fyrir litlar sakir.

Viðar Örn Kjartansson jafnaði svo leikinn fyrir Ísland þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum, Viðar tók færið sitt vel eftir að hafa komið inn sem varamaður. Viðar fyrsti Íslendingurinn til að skora á Parekn síðan Hermann Gunnarsson gerði það í 14-2 tapinu árið 1967.

Í uppbótartíma kom svo sigurmarkið. Slæmt Íslands gegn Dönum heldur þó áfram en í 25 tilraunum hefur Ísland aldrei unnið, hafa Danir unnið 21 af þeim.

Athygli vakti í leiknum þegar Kasper Peter Schmeiche markvörður Dana fékk þungt högg á höfuðið eftir árekstur við Albert Guðmundsson. Fór markvörðurinn af velli í hálfleik vegna þess.

Umræðu Íslendinga yfir leiknum má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild