fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Lýsir hræðilegum meiðslum sem Gomez varð fyrir í gær – „Hann endaði í jörðinni og var sárþjáður“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ensk blöð greina frá því að óttast sé að Joe Gomez varnarmaður Liverpool spili ekki meira fótbolta á þessu tímabili. Alvarleg hné meiðsli á æfingu enska landsliðsins komu upp í gær.

Ensk blöð segja að óttast sé að Gomez verði lengi á sjúkrabekknum, talið er að hann spili ekki meira með Liverpool á þessu tímabili og að hann eigi ekki möguleika á að ná sér fyrir Evrópumótið næsta sumar.

Atvikið kom eins og fyrr segir upp á æfingu enska liðsins í gær en enginn var í kringum Gomez. „Hann sendi boltann og það var enginn í kringum hann, hann endaði í jörðinni og var sárþjáður,“ sagði Nick Pope markvörður landsliðsins um atvikið.

„Sem knattspyrnumaður þá skynjaru strax þegar eitthvað svona óeðlilegt á sér stað, það sást um leið að hann var sárþjáður. Það er erfitt að horfa upp á vin og liðsfélaga þjást svona.“

Gareth Southgate vildi ekki ræða alvarleika meiðslanna en Gomez er nú í skoðun hjá læknum Liverpool. „Ég get ekki sagt hversu alvarlegt þetta er því hann þarf að fara í myndatöku. Það sem hræðir mann er að það var enginn nálægt honum og hann var mjög þjáður.“

Ljóst er að Jurgen Klopp stjóri Liverpool þarf að kaupa miðvörð í janúar ef fréttirnar um Gomez reynast réttar því áður hafði Virgil van Dijk slitið krossband og spilar ekki meira á þessu tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu
433Sport
Í gær

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Í gær

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi
433Sport
Í gær

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Í gær

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Í gær

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina