fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Lýsir hræðilegum meiðslum sem Gomez varð fyrir í gær – „Hann endaði í jörðinni og var sárþjáður“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ensk blöð greina frá því að óttast sé að Joe Gomez varnarmaður Liverpool spili ekki meira fótbolta á þessu tímabili. Alvarleg hné meiðsli á æfingu enska landsliðsins komu upp í gær.

Ensk blöð segja að óttast sé að Gomez verði lengi á sjúkrabekknum, talið er að hann spili ekki meira með Liverpool á þessu tímabili og að hann eigi ekki möguleika á að ná sér fyrir Evrópumótið næsta sumar.

Atvikið kom eins og fyrr segir upp á æfingu enska liðsins í gær en enginn var í kringum Gomez. „Hann sendi boltann og það var enginn í kringum hann, hann endaði í jörðinni og var sárþjáður,“ sagði Nick Pope markvörður landsliðsins um atvikið.

„Sem knattspyrnumaður þá skynjaru strax þegar eitthvað svona óeðlilegt á sér stað, það sást um leið að hann var sárþjáður. Það er erfitt að horfa upp á vin og liðsfélaga þjást svona.“

Gareth Southgate vildi ekki ræða alvarleika meiðslanna en Gomez er nú í skoðun hjá læknum Liverpool. „Ég get ekki sagt hversu alvarlegt þetta er því hann þarf að fara í myndatöku. Það sem hræðir mann er að það var enginn nálægt honum og hann var mjög þjáður.“

Ljóst er að Jurgen Klopp stjóri Liverpool þarf að kaupa miðvörð í janúar ef fréttirnar um Gomez reynast réttar því áður hafði Virgil van Dijk slitið krossband og spilar ekki meira á þessu tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Í gær

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar
433Sport
Í gær

United hafnaði þessu tilboði Chelsea í sumar – Töldu áhættuna of mikla vegna meiðsla

United hafnaði þessu tilboði Chelsea í sumar – Töldu áhættuna of mikla vegna meiðsla