fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Mikið gengið á í lífi Kjartans Henrys undanfarnar vikur – „Ég er ekki í þessu til að eignast vini“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. október 2020 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal sem Kjartan Henry Finnbogason fór í við danska fjölmiðla fór illa í forráðamenn félagsins, íslenski sóknarmaðurinn er harður í horn að taka innan sem utan vallar og segir hlutina umbúðalaust. Eftir farsælan feril í atvinnumennsku styttist í heimkomu.

Það gekk ýmislegt á í lífi Kjartans Henrys Finnbogasonar í liðinni viku; þessi 34 ára gamli atvinnumaður í knattspyrnu rifti samningi sínum við Vejle í Danmörku seint á mánudagskvöld og degi síðar gekk hann í raðir Horsens skammt frá. Kjartan þekkir hverja þúfu hjá Horsens, eftir farsæla dvöl þar frá 2014 til 2018. Mikil læti voru á bak við tjöldin þegar Kjartan yfirgaf Vejle, en hann treystir sér ekki enn til að fara út í smáatriði.

Framkoma forráðamanna Vejle vekur mikla furðu meðal stuðningsmanna félagsins, framherjinn hafði leikið með félaginu í eitt og hálft ár og raðað inn mörkum. Það liggur því í augum uppi að eitthvað annað en frammistaða Kjartans innan vallar var ástæða þess að félagið ákvað allt í einu að hætta að spila honum. „Það er ýmislegt búið að ganga á, ég ætla samt að sleppa því að fara út í smáatriði á þessu augnabliki. Staðreyndin er hins vegar sú að ég kom til Vejle þegar liðið var nánast fallið úr dönsku úrvalsdeildinni. Ég átti að koma og reyna að hjálpa liðinu að halda sér uppi, en það tókst ekki. Ég tók ákvörðun um að framlengja samninginn og hjálpa liðinu að komast upp, það tókst á endanum eftir langt og strangt kórónaveiru-tímabil. Ég endaði sem markahæsti leikmaður liðsins og allt gekk í blóma, síðan æxluðust hlutirnir þannig að minna krafta var ekki óskað. Það var ýmislegt sem gekk á sem ég get ekki farið út í,“ sagði Kjartan þegar hann var spurður út í þennan óvænta viðskilnað.

Ekki í þessu til að eignast vini
Eftir fyrsta leik tímabilsins fyrir örfáum vikum fór Kjartan Henry í viðtal við danska fjölmiðla, þeir furðuðu sig á því að hann hefði byrjað sem varamaður. Íslenski framherjinn sagði hlutina umbúðalaust: „Þetta er ótrúlega flókið, eigandi Vejle er ekki danskur, það er ekki algengt í Danmörku. Það þótti ekki heillandi að vera með 34 ára gamlan framherja, sem er engin söluvara lengur. Það var eitthvað annað en frammistaðan á vellinum sem hafði áhrif á spilatíma. Ég er eins og ég er, ég er ekki í þessu til að eignast vini, heldur til að ná árangri innan vallar. Þegar ég er spurður þá svara ég á hreinskilinn hátt, ég fór í viðtal eftir fyrsta leikinn þar sem ég var spurður út í spilatímann og var heiðarlegur. Það var ekki tekið vel í það hjá þeim sem stjórna hjá félaginu.“

Eftir viðtalið sem Kjartan fór í fann hann að hann átti enga leið til baka, hann segir ýmislegt hafa gengið á bak við tjöldin, sem ekki þoli dagsljósið alveg strax. „Ég fann það að þetta var búið eftir það viðtal, það var ýmislegt sem gerðist eftir það sem ég get farið út í síðar. Ég veit að það er öllu snarað yfir á dönsku í dag, ég verð því að passa mig á hvað ég segi.“

Eiginkonan með í för þegar samningi var rift
Helga Björnsdóttir, eiginkona Kjartans, var með í för þegar hann hélt upp á skrifstofu Vejle seint á mánudagskvöld til að rifta samningi sínum. Helga er menntaður lögfræðingur og gat því séð til þess að allt væri eftir laganna bókstaf. Degi síðar skrifaði hann undir hjá Horsens, sem líkt og Vejle leikur í efstu deild. „Það var ýmislegt í boði en þetta gerðist allt mjög fljótt, ég fór niður á völl hjá Vejle 23:30 á mánudagskvöld, með eiginkonu minni sem er lögfræðingur, til þess að skrifa undir riftun á samningi, degi síðar skrifaði ég undir hjá Horsens og fór á mína fyrstu æfingu. Það kom til greina að koma heim til Íslands en ég var ekki tilbúinn til þess núna. Ég skoraði mikið á síðustu leiktíð í 1. deildinni og ef maður getur skorað þar, þá á maður að geta skorað í efstu deild. Mér finnst ég eiga það skilið eftir söguna hérna og það sem hefur gengið á, að gefa allt sem ég á í eitt tímabil til viðbótar. Það var fullt af möguleikum, en ekkert lið frá Íslandi sem hafði samband við mig.“

Heimkoma á næsta ári
Kjartan á tvö börn sem þekkja lítið annað en að búa í Danmörku, hugurinn leitar þó heim og gæti Kjartan spilað hér á landi um mitt næsta sumar. Kjartan hefur alla tíð leikið með KR hér á landi og sögur um að hann snúi heim í Vesturbæinn heyrast reglulega. „Strákurinn okkar sem er fjögurra ára er fæddur hérna í Danmörku, dóttir mín er 9 ára og hefur verið hér í fimm ár og er nánast dönsk. Við erum alltaf Íslendingar og komum heim, konan mín er komin í flotta vinnu. Það kæmi mér ekki á óvart ef heimkoman yrði næsti sumar þegar samningurinn er frá. Ég átti frábær ár með Horsens síðast, við fórum úr því að verða gjaldþrota yfir í það að verða flottur klúbbur í úrvalsdeild. Stærsta ástæða þess að ég valdi að koma hingað aftur er að ég er fimmtán mínútur að keyra á æfingu. Mér líður eins og ég sé að loka hringnum, ég kom hingað frá KR 2014 og er núna að loka hringnum erlendis aftur hérna. Mér finnst eitthvað fallegt við það,“ sagði þessi öflugi framherji að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ísak Snær til Lyngby
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sambandsdeildin: Valur vann frábæran sigur

Sambandsdeildin: Valur vann frábæran sigur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dagný skaut föstum skotum á Þorstein landsliðsþjálfara eftir leik

Dagný skaut föstum skotum á Þorstein landsliðsþjálfara eftir leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kudus keyptur til Tottenham

Kudus keyptur til Tottenham
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Evrópu-ballið byrjar hjá Val og Víkingi í kvöld

Evrópu-ballið byrjar hjá Val og Víkingi í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eysteinn framkvæmdastjóri: Jákvæður en niðurstaðan vissulega vonbrigði – „Það er eitthvað sem við förum yfir“

Eysteinn framkvæmdastjóri: Jákvæður en niðurstaðan vissulega vonbrigði – „Það er eitthvað sem við förum yfir“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool gæti farið í baráttu við Arsenal um landsliðsmann Brasilíu

Liverpool gæti farið í baráttu við Arsenal um landsliðsmann Brasilíu
433Sport
Í gær

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“