fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Bjarni varpaði sprengju í gær – „Ég held að Bjarni Guðjónsson viti ekkert um þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. október 2020 12:18

© 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Guðjónsson aðstoðarþjálfari KR sagði á Stöð2 Sport í gær að möguleiki væri á að Íslandsmótin í knattspyrnu yrðu blásin af. KSÍ ákvað að fresta mótahaldi til 19 október vegna kórónuveirunnar en Bjarni taldi líkur á því að allt verði blásið af.

Talsverð umræða hefur verið um það að mótin verði blásin af vegna veirunnar og samkvæmt heimildum 433.is er fjöldi leikmanna sem vill að mótin verði blásin af.

„Hann var ekki að henda þessu fram nema að það væru miklar líkur á þessu,“ sagði Hjörvar um þau orð Bjarna sem er vel tengdur knattspyrnuhreyfingunni.

Mikael Nikulásson sérfræðingur Dr. Football telur að Bjarni viti ekki neitt um málið. „Ég held að Bjarni Guðjónsson viti ekkert um þetta frekar en ég eða þú. Það vilja öll liðin í Pepsi Max-deildinni hætta þessu nema KR og kannski Fylkir. KR er væntanlega eina liðið sem vill halda áfram.“

KR myndi missa af Evrópusæti ef mótið yrði blásið af en Breiðablik, FH og Stjarnan myndu fá Evrópusæti og Valur yrði Íslandsmeistari. Búið er að klára 2/3 af mótinu og samkvæmt reglum KSÍ má blása mótið af og krýna meistara.

„Við erum á Íslandi og mótið á að byrja í apríl næsta, auðvitað verður mótið klárað. Ég held að Bjarni sé að setja netta pressu á að þetta verði ekki,“ sagði Mikael.

Hjörvar Hafliðason vonar að fólki detti ekki í hug að blása mótið af. „Ég trúi ekki að það detti þetta einhverjum í hug að blása mótið af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni