fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
433Sport

Bjarni varpaði sprengju í gær – „Ég held að Bjarni Guðjónsson viti ekkert um þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. október 2020 12:18

© 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Guðjónsson aðstoðarþjálfari KR sagði á Stöð2 Sport í gær að möguleiki væri á að Íslandsmótin í knattspyrnu yrðu blásin af. KSÍ ákvað að fresta mótahaldi til 19 október vegna kórónuveirunnar en Bjarni taldi líkur á því að allt verði blásið af.

Talsverð umræða hefur verið um það að mótin verði blásin af vegna veirunnar og samkvæmt heimildum 433.is er fjöldi leikmanna sem vill að mótin verði blásin af.

„Hann var ekki að henda þessu fram nema að það væru miklar líkur á þessu,“ sagði Hjörvar um þau orð Bjarna sem er vel tengdur knattspyrnuhreyfingunni.

Mikael Nikulásson sérfræðingur Dr. Football telur að Bjarni viti ekki neitt um málið. „Ég held að Bjarni Guðjónsson viti ekkert um þetta frekar en ég eða þú. Það vilja öll liðin í Pepsi Max-deildinni hætta þessu nema KR og kannski Fylkir. KR er væntanlega eina liðið sem vill halda áfram.“

KR myndi missa af Evrópusæti ef mótið yrði blásið af en Breiðablik, FH og Stjarnan myndu fá Evrópusæti og Valur yrði Íslandsmeistari. Búið er að klára 2/3 af mótinu og samkvæmt reglum KSÍ má blása mótið af og krýna meistara.

„Við erum á Íslandi og mótið á að byrja í apríl næsta, auðvitað verður mótið klárað. Ég held að Bjarni sé að setja netta pressu á að þetta verði ekki,“ sagði Mikael.

Hjörvar Hafliðason vonar að fólki detti ekki í hug að blása mótið af. „Ég trúi ekki að það detti þetta einhverjum í hug að blása mótið af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tilboð á leið í Salah úr óvæntri átt?

Tilboð á leið í Salah úr óvæntri átt?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta tjáir sig um meiðslin

Arteta tjáir sig um meiðslin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liðsfélagi Salah í fangelsi

Liðsfélagi Salah í fangelsi
433Sport
Í gær

Umboðsmaðurinn með áhugaverð ummæli

Umboðsmaðurinn með áhugaverð ummæli
433Sport
Í gær

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“