fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Edouard Mendy vill ryðja brautina fyrir aðra afríska markmenn – Var atvinnulaus en nú í Chelsea

Sóley Guðmundsdóttir
Fimmtudaginn 22. október 2020 21:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 28 ára gamli Edouard Mendy er eini afríski markmaðurinn í efstu deild á Englandi. Hann kemur frá Senegal en gekk til liðs við Chelsea í september.

Í viðtali við Sky Sports segist Mendy ekki vita hvers vegna aðrir markmenn frá Afríku hafa ekki fengið tækifæri í efstu deild á Englandi.

„Þegar litið er á aðrar deildir í Evrópu eru afrískir markmenn að spila þar. Í Frakklandi eru að minnsta kosti fjórir eða fimm. Það er kannski hægt að útskýra þetta með einhverjum hætti.“

Mendy bendir á að margir leikmenn frá Afríku spili í efstu deild á Englandi, sem sé sú besta í heimi. Hann finnur ekki fyrir pressu en er mjög stoltur af því að vera markmaður frá Afríku í ensku úrvalsdeildinni. „Það er undir mér komið að sýna, sem afrískur markmaður, að ég geti í raun og veru staðið mig vel á þessu stigi og mögulega breyta hugarfari manna í sambandi við þessa hluti.“

„Ég þarf að halda áfram að vinna og gera mitt besta í leikjum. Þá geta aðrir markmenn fetað í fótspor mín og spilað í þessari deild.“

Atvinnulaus verðandi faðir

Fyrir sex árum síðan var Mendy án liðs á atvinnuleysisbótum. „Þetta var mjög erfitt. Ég var mjög reiður vegna þess að ég var án liðs vegna umboðsmanns míns. Ég var líka reiður því ég gat ekki spilað um helgar og gert það sem ég elskaði.“

Mendy var á atvinnuleysisbótum til að geta helgað líf sitt æfingum í þessu millibilsástandi. Á þessum tíma átti hann von á sínu fyrsta barni.

„Atvinnuleysisbæturnar voru ekki að fara að duga okkur þannig að ég byrjaði að leita mér að vinnu. Þá fékk ég tækifæri á að fara til Marseille.“ Mendy fór á reynslu til Marseille og fékk samning. Frá Marseille fór Mendy til Reims og síðan til Rennes.

Petr Cech áhrifavaldur í lífi Mendy

Hjá Rennes hitti Mendy fyrir markvörðinn Petr Cech. Eftir tímabil Mendy hjá Rennes fékk hann tilboð frá Chelsea. Þar spilaði Cech stórt hlutverk.

„Það er rétt að Cech spilaði mikilvægt hlutverk í félagaskiptunum. Nú er það undir mér komið að sýna þeim að þeir gerðu réttan hlut með því að fá mig í félagið,“ segir Mendy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona