fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Tottenham glutraði niður þriggja marka forystu

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 18. október 2020 17:26

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham glutraði niður þriggja marka forystu er liðið gerði 3-3 jafntefli við West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jöfnunarmark West Ham kom í uppbótartíma.

Heung Min-Son kom Tottenham yfir þegar einungis 25 sekúndur voru liðnar af leiknum.

Á 8. mínútu leiksins var röðin komin að Harry Kane, hann tvöfaldaði forystu Tottenham með marki eftir stoðsendingu frá Son.

Kane var aftur á ferðinni á 16. mínútu og Tottenham því komnir 3-0 yfir eftir rúmlega stundarfjórðung.

Á 82. mínútu minnkaði Fabian Balbuena metin fyrir West Ham og þremur mínútum síðar varð Davinson Sanchez, varnarmaður Tottenham, fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Manuel Lanzini jafnaði leikinn fyrir West Ham United með hreint út sagt frábæru marki í uppbótartíma. Hreint út sagt ótrúleg endurkoma hjá West Ham.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Tottenham er eftir leikinn í 6. sæti deildarinnar með 8 stig. West Ham er í 8.sæti með 7 stig.

Tottenham 3 – 3 West Ham United
1-0 Heung Min-Son (‘1)
2-0 Harry Kane (‘8)
3-0 Harry Kane (’16)
3-1 Fabian Balbuena (’82)
3-2 Davinson Sanchez, sjálfsmark (’85)
3-3 Manuel Lanzini (’94)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eftir mörg vond tíðindi fær Arteta góðar fréttir fyrir helgina

Eftir mörg vond tíðindi fær Arteta góðar fréttir fyrir helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Félag Alberts horfir til London

Félag Alberts horfir til London