fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Carragher varði Pickford – „Svona hlutir geta gerst“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 18. október 2020 20:04

Jamie Carragher / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sérfræðingur hjá SkySports, varði Jordan Pickford, markvörð Everton, eftir tæklingu hans á Virgil Van Dijk í leik Everton og Liverpool í gær.

„Það er skiljanlega mikil gremja hjá Liverpool, stuðningsmönnum félagsins og jafnvel hjá hlutlausum knattspyrnuaðdáendum sem vilja að Pickford fái bann. Það þarf að fara varlega í þessa hluti,“ sagði Carragher í umfjöllun SkySports.

Tæklingin varð til þess að Van Dijk þarf nú að gangast undir aðgerð á hné.

„Já þetta var skelfileg tækling. Ég hef fótbrotnað og ég fótbraut næstum því Nani í  knattspyrnuleik. Svona hlutir geta því miður gerst í knattspyrnu,“ sagði Carragher.

Að sögn Carragher eru svona hlutir ekki viljaverk.

„Það fer enginn í tæklingu með það markmið að vísvitandi meiða einhvern. 99% af svona tæklingum sem leiða til alvarlegra meiðsla eru ekki gerðar með það að markmiði að meiða einhvern,“ sagði Carragher.

Hann fór síðan aðeins yfir frammistöðu Pickford.

„Pickford hefur verið út um allt í markinu hjá Everton síðustu 12 mánuði. Í þessu atviki tekur hann glórulausa ákvörðun sem einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar verður því miður fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan