fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Getur Ísland unnið Belga í þrettándu tilraun? – Alltaf tapað hingað til

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið karla mætir Belgíu í Þjóðadeild UEFA í kvöld, miðvikudagskvöld. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum, hefst kl. 18:45 og er í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Líkt og á fyrri leikjum mánaðarins verða einu áhorfendurnir á vellinum 60 liðsmenn Tólfunnar.

Þessar tvær þjóðir hafa alls mæst 12 sinnum áður í A landsliðum karla og hafa Belgar unnið sigur í öllum viðureignunum hingað til.

Fyrstu leikirnir voru í undankeppni HM 1958 þar sem liðin léku í þriggja liða riðli ásamt Frakklandi og veittu Belgar Frökkum harða keppni. Frakkar unnu riðilinn og komust í úrslitakeppnina í Svíþjóð þar sem þeir féllu úr leik í undanúrslitum gegn Brasilíu og ungstirninu Pelé, sem skoraði þrennu í leiknum. Frakkinn Just Fontaine skoraði einnig í leiknum og lauk keppni með 13 mörk, sem er enn þann dag í dag met í úrslitakeppni HM.

Ísland og Belgía mættust síðan alls 6 sinnum á 8. áratugnum – voru saman í riðli í undankeppni HM 1974, EM 1976 og HM 1978 – Belgar unnu sem fyrr segir alla leikina og íslenska liðið náði ekki að skora í neinum leikjanna. Sjálfsagt voru margir því fegnir að mæta ekki Belgum um margra ára skeið eftir þetta og næsti leikur var vináttuleikur í Brussel 2014. Síðan hafa þjóðirnar verið saman í riðli í Þjóðadeildinni í bæði skipti sem sú keppni hefur farið fram og er leikurinn í kvöld seinni leikurinn í þeirri keppni sem nú stendur yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið
433Sport
Í gær

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Í gær

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“