fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Einkunnir eftir góða frammistöðu gegn Belgum – Vindurinn sannaði ágæti sitt

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 20:37

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland háði hetjulega baráttu gegn besta landsliði í heimi á Laugardalsvelli í kvöld. Belgía vann 1-2 sigur á Íslandi í Þjóðadeildinni.

Undirbúningur Íslands fyrir leikinn var flókinn, sex lykilmenn voru meiddir eða yfirgáfu herbúðirnar eftir leikinn gegn Dönum á sunnudag.

Allt starfsliðs Íslands var svo sett í sóttkví í gær eftir að smit kom upp þar, liðið átti í vök að verjast framan af leik og Romelu Lukaku kom Belgum yfir með fínu marki eftir mistök í vörn Íslands.

Birkir Már Sævarsson jafnaði svo leikinn eftir frábær sendingu frá Rúnari Sigurjónssyni. Lukaku náði sér svo í vítaspyrnu þegar Hólmar Örn Eyjólfsson braut klaufalega af sér. Lukaku fór á punktinn og skoraði örugglega.

Staðan var 1-2 í hálfleik og þannig lauk leiknum. Fín frammistaða í Laugardalnum og eitthvað til að byggja á.

Einkunnir eru hér að neðan.

Byrjunarlið Íslands 3-5-2.

Rúnar Alex Rúnarsson – 6
Gat lítið gert í mörkunum

Birkir Már Sævarsson – 8 Maður leiksins
Fallegt mark og var ógnandi allan leikinn. Hættulegasti liðsmaður Íslands.

Hólmar Örn Eyjólfsson – 5
Mjög klauflaegt brot í vítaspyrnunni.

Sverrir Ingi Ingason – 7
Besti miðvörður Íslands í leiknum, enginn mistök og átti í fullu tréi við  öfluga sóknarmenn Belga.

Hörður Björgvin Magnússon – 5
Gaf boltann á Lukaku í fyrsta markinu sem var klaufalegt, annað var í lagi

Ari Freyr Skúlason – 6
Fínasta frammistaða sem vænbakvörður, kom upp og sinnti varnarvinnu fínt.

Birkir Bjarnason – 6
Agaður á miðsvæðinu og sagði mönnum til verka með bandið.

Guðlaugur Victor Pálsson (´82) – 6
Slakasta frammistaða hans í þessu verkefni þó ágæt hafi verið, virkaði þreyttur.

Rúnar Már Sigurjónsson (´68) – 7
Geggjuð sending í markinu og gerði vel.

Albert Guðmundsson (´82) – 7
Sýndi klókindi að finna svæði milli varnar og miðju hjá Belgum en vantaði meiri hjálp.

Jón Daði Böðvarsson (´68) – 6
Duglegur en vantaði að koma sér á boltana sem komu fyrir markið.

Varamenn:

Jón Dagur Þorsteinsson (´68) – 6
Fín innkoma.

Viðar Örn Kjartansson (´68) – 5
Komst lítið í boltann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Rekinn úr starfi í gær
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Í gær

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu