Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir með fyrsta marki leiksins þegar um korter var liðið af leiknum. Fyrir markið hafði leikurinn verið nokkuð rólegur og ekki mikið um hættuleg færi. Gylfi fékk boltann í fæturnar í teignum og kom honum að sjálfsögðu í netið.
Þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum náði Gylfi síðan að skora annað mark og kom Íslandi því í tveggja marka forystu.
Á 62. mínútu fékk Rúmenía umdeilt víti en vítið var dæmt eftir að dómari leiksins, hinn slóvenski Damir Skomina, hafði eytt dágóðum tíma í að reyna að finna brotið. Alexandru Maxim fór á punktinn fyrir Rúmeníu og skoraði.
Fleiri mörk voru ekki skoruð og endaði leikurinn því með sigri Íslands.
Hér fyrir neðan má sjá brot af því sem þjóðin hafði að segja um leikinn:
Rúmenar spila út goðsagnabörnunum sínum þannig að það hlýtur að vera stutt í Albert GUÐMUNDS hjá okkur til að svara.
— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) October 8, 2020
Þetta er nú ein mesta kargaþvæla sem ég hef séð!
— Ingimar H. Finnsson (@ingimarh) October 8, 2020
Smá greining á morgnunum hjá Gylfa…hann ss vaknar,
sest fyrir framan green screen, hellir mjólk í glerflösku, skellir weetabix í skálina. Opnar blaðið í miðjunni, les í 12 sek og hellir svo mjólkinni í skál og borðar
Menn með svona rútínu skora mörkin…#IceRom— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) October 8, 2020
Minni á að það er ekki boðlegt að tapa fyrir liði sem spilar í Joma
— Freyr S.N. (@fs3786) October 8, 2020
Eins og íslenskir landsliðsmenn segja sögur af því hversu mikið rugl var að mæta Hagi 1996, munu rúmensku leikmennirnir lengi segja sögurnar af því hversu mikið rugl var að mæta Gylfa Sig 2020
— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) October 8, 2020
Byrjum á að bólusetja Gylfa, þegar að því kemur, takk🙏🏻 #ICEROM
— una stef (@unastef) October 8, 2020
Það sem ég hata við VAR er að menn leita endalaust að þessum eina ramma sem mögulega gæti verið brot.
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) October 8, 2020
VAR only intervenes in the course of a match when the officials have made a 'clear and obvious error' – Eða þegar dómarinn þarf að skoða atvikið 67x í endursýningu til að sjá brotið
— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) October 8, 2020
Á þetta ekki að vera einn besti dómari heims? Minnsta víti knattspyrnusögunnar.
— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) October 8, 2020
Haltu kjafti með þetta
— Árni Jóhannsson (@arnijo) October 8, 2020
Ég mun vagga mér í ruggustólnum og segja barnabörnum mínum frá gullkynslóðinni. Ohh takk strákar – Gylfi, Aron, Jói, Alfreð – svo fallegt.
Eitt ævintýri til viðbótar næsta sumar, takk.— Aron (@aronheiddal) October 8, 2020
Eina sem ég veit um þetta rúmenska lið er að Radoi þjálfari var geggjaður í CM 01/02 #fotboltinet
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) October 8, 2020
Minn maður og fellow gamer Gylfi Sig búinn að koma okkur yfir 💪
Sjáumst í Gulaginu í kvöld.— Steindi Jr. (@SteindiJR) October 8, 2020
JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!!!!!! #ICEROM
— Vax (@vaxtavaxtavax) October 8, 2020
Þetta mark hja Gylfa var það sem við köllum í Portugal “golaço”
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) October 8, 2020
Þetta mark var beint úr Kópavoginum. Ekkert að þakka. #fotboltinet pic.twitter.com/qRYKWylHxn
— Sindri (@sindriagusts) October 8, 2020
Baddi í Jeff Who átti aldrei séns í þessa neglu frá Gylfa Sig. #ISLROU pic.twitter.com/EDtIq9TF9n
— Gaukur (@gaukuru) October 8, 2020
Þarf ekki að horfa á leikinn. Hljóðin í nágrannanum upplýsa mig um stöðuna í beinni. #ISLROU
— @𝗲𝟭𝟴𝗻 (@e18n) October 8, 2020
Já !! TAKK GYLFI ! ⚽️ 🇮🇸
— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) October 8, 2020
Elska jafnfætta Gylfa Þór Sigurðsson. Ekki margir sem eru svona ógeðslega góðir með hægri fæti sem eru líka ógeðslega góðir með vinstri líka. Þá meina ég ógeðslega góðir.
— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) October 8, 2020
Koma svo bláir! Ísland á EM, aftur! & aftur! #islandaem2020
— Thorsteinn J. (@Thorsteinnj) October 8, 2020
Þjálfari Rúmeníu. pic.twitter.com/Y6LRbOMOUH
— Reynir Elís* (@Ramboinn) October 8, 2020
Jæja. Þá er maður endanlega farinn af VAR vagninum. Þvílíka kjaftæðið.
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) October 8, 2020
Þvílíki rugl dómurinn!
— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) October 8, 2020
Spaugstofan! Galinn dómur og illa leikið líka!
— Thorsteinn J. (@Thorsteinnj) October 8, 2020
Óvinir þjóðarinnar akkúrat núna power ranking:
1. Þessi dómari
2. Covid 19
3. Danir— Árni Helgason (@arnih) October 8, 2020
Voru augljós mistök að dæma ekki? Ef þú þarft að horfa 37 sinnum á atvikið ertu kominn með svarið.
— Einar Matthías (@einarmatt) October 8, 2020
Þetta er eitthvað mesta VAR grín sem ég hef séð
— Max Koala (@Maggihodd) October 8, 2020
jæja VAR nú er þetta orðið persónulegt.
— Atli Fannar (@atlifannar) October 8, 2020
Þau halda með Rúmeníu. Föðurlandsástin er nú ekki meiri en það. pic.twitter.com/9pQQoebtaM
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 8, 2020
Ef dómari sér ekki brotið á fyrstu 30 sekúndunum sem hann skoðar VARið þá á ekki að vera hægt að dæma á það. Gengur ekki að þetta sé einhver "leitið og þér munið finna" leikur #ICEROM
— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) October 8, 2020
sex skeiða amino blöndu á glacierinn takk, nú þarf að tralla þetta í höfn
— Tómas (@tommisteindors) October 8, 2020
Getum við fengið VAR þarna hjá síðustu tilraun okkar til að skora? Fannst ein tá snerta annan leikmann aðeins of mikið, gæti verið eitthvað…
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) October 8, 2020
Þá er kannski ágætt að Arnór hafi ekki skorað, væri skemmur að missa mark og fá á sig í staðin
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) October 8, 2020
Hérna klikkuð pæling, Skomina þarna dómari, ef þú þarft 100 endursýningar til að sjá hvort þetta sé víti, þá er það vísbending um að þetta sé ekki víti.
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) October 8, 2020
Hvernig sem þetta fer er frábært að fá Tólfuna á völlinn að syngja og tralla. Þvílík stemning!! 🇮🇸🇮🇸🇮🇸#ISLROU #fotboltinet
— Gisli F. Valdorsson (@gislivaldorsson) October 8, 2020
Má ekki mæka upp tólfuna í útsendingunni?
— Sigurður O. (@SiggiOrr) October 8, 2020
I'm only one Iceland football fan in Asia Bangladesh.
Best of luck Iceland Mohammad Sayed pic.twitter.com/JG9bfkj1El— Mohammad Sayed (Iceland) (@sayedmojumder2) October 8, 2020
Mín eina krafa sem ég geri á íþróttafréttamenn er að hætta að jinxa
— Kristrún Emilía (@KristrunEmilia) October 8, 2020
Haltu kjafti þetta mark beint úr Smáranum. #Booooom
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 8, 2020
GYLFI!!!!!!!
— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) October 8, 2020
Tók Gylfa bara 17 mínútur að bjarga geðheilsu þjóðarinnar
— Una Hildardóttir (@hildardottir) October 8, 2020
Gylfa vantar 2 mörk í markametið. Sendingin frá @A_Finnbogason kitlaði í spöngina. Takk.
— Rikki G (@RikkiGje) October 8, 2020
Minn maður og fellow gamer Gylfi Sig búinn að koma okkur yfir 💪
Sjáumst í Gulaginu í kvöld.— Steindi Jr. (@SteindiJR) October 8, 2020
Loksins fékk þetta geggjaða lið búning og brjóstmerki við hæfi #KSÍ
— Andres Jonsson (@andresjons) October 8, 2020
Weetabix að fara að hækka í kauphöllinni #ICEROM pic.twitter.com/aTCqtUGW2A
— Una Bjork Kjerulf (@UnaKjerulf) October 8, 2020
Mjög gott að sjá að landsliðið tekur enga sjénsa og sínir gott fordæmi með að halda tveggja marka forystu. #ICEROM
— Gisli Berg (@gisliberg) October 8, 2020
Gylfi er svo góður og skilvirkur, hægri, vinstri. Skiptir ekki máli. Þrennan á leiðinni😀⚽️⚽️
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) October 8, 2020
Guðlaugur Victor pic.twitter.com/UtCVeyvcsW
— Hjálmar Örn Jóhannsson (@hjammi) October 8, 2020
Sprettlaugur Viktor Pálsson👏🏽👏🏽.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 8, 2020