fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Óskar bannað Brynjólfi að fara í viðtal – Gummi Ben hefur gert slíkt hið sama

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. október 2020 09:20

Mynd/Hringbraut Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var fjörugur þáttur á Stöð2 Sport í gær þar sem Guðmundur Benediktsson stýrði Stúkunni þar sem farið var yfir efstu deild í knattspyrnu karla. Til umræðu var leikur Breiðabliks og Fylkis sem fram fór á sunnudag.

Breiðablik vann góðan 3-1 sigur þar sem Brynjólfur Willumsson skoraði tvö mörk, þessi ungi sóknarmaður hefur mikið verið til umræðu í sumar en fyrra mark hans var það fyrsta úr opnum leik í sumar.

Guðmundur vakti athygli á því að Stöð2 Sport hefði beðið um að fá að ræða við Brynjólf að leik loknum en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika var ekki á því. Hann bannaði sóknarmanninum að fara í viðtal

Helgi Viðar

„Ég skil það ekki, fjölmiðlamaðurinn í mér og fjölmiðlamaðurinn í Óskari. Hann veit að menn vilja fá Brynjólf í viðtal sem er skemmtilegur í tilsvörum og gefur eitthvað af sér. Það selur deildina að hafa skemmtilega menn í viðtölum. Mér finnst þetta skrýtið,“ sagði Máni Pétursson sérfræðingur Stúkunnar um málið.

Mynd: Blikar.is

Guðmundur sagði frá því að hann hefði eitt sinn verið í teymi sem hefði tekið álíka ákvörðun. Guðmundur var þá aðstoðarþjálfari KR, hann og Bjarni Guðjónsson bönnuðu þá Gary Martin framherja liðsins að fara í viðtal. ,,Ég var hluti af þjálfarateymi sem ákvað að leyfa Gary Martin ekki að fara í viðtal, ég er ennþá á því að það hafi verið stórkostlegt,“ sagði Guðmundur léttur.

Máni benti á að enginn læti hafi verið í leiknum og því sjái hann ekki ástæðu þess að Brynjólfi sé meinað að ræða við fréttamenn. ,,Mér fannst ekkert vera í þessum leik til að þú takir ákvörðun um að hann færi ekki í viðtal.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum