fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Saka blaðamann Vísis um að slíta ummæli Þorsteins úr samhengi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 09:17

Mynd: Blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Breiðabliks er ósátt með það hvernig ummæli Þorsteins Halldórssonar þjálfara kvennaliðs Breiðabliks voru sett fram á Vísir.is í gær.

Um var að ræða ummæli sem Þorsteinn lét falla í ítarlegu viðtali við DV sem birtist í síðasta helgarblaði. Lestu viðtalið við Þorstein í heild hérna.

Ummælin sem Vísir tók upp eftir Þorsteini voru þessi:
Þorsteinn ræddi þá um Sveindísi Jane framherja Breiðabliks sem er í láni frá Keflavík. „Það eina sem ég sé núna er að hún átti að vera löngu búin að fara í sterkara lið. Það er leiðinlegt að segja það við Keflavík en hún hefði höndlað þetta skref miklu fyrr, hún hefði mátt koma til okkar fyrir einu eða tveimur árum. Hún hefði þurft sterkara æfingaumhverfi fyrr, það er ekki hægt að gagnrýna neitt. Keflavík á allt í henni, við vorum ekki að finna hana upp. Ég spyr mig að því hvar hún væri stödd ef hún hefði komið fyrr til okkar eða eitthvert annað í sterkara umhverfi. Það kæmi mér ekkert á óvart ef erlend félög reyna að fá hana núna, það er spurning hvaða skref hún vill taka. Hversu hratt hún vill taka skrefið, hvort hún fái lið sem hún vill fara til. Hún þarf að gefa sér tíma í að taka ákvörðun, það er ljóst að lið munu bera víurnar í hana.“

Yfirlýsing Blika:

Í gærkvöldi sendu Blikar svo frá sér yfirlýsingu um málið. „Í tilefni af frétt á Vísi.is í dag, þar sem ummæli Þorsteins Halldórssonar þjálfara kvennaliðs Breiðabliks í viðtali við annan fjölmiðil eru slitin úr samhengi, vilja Knattspyrnudeild Breiðabliks og Þorsteinn Halldórsson taka fram að á engan hátt er verið að gera lítið úr öflugu fótboltastarfi í Keflavík í viðtalinu,“ segir í yfirlýsingu sem Orri Hlöðversson formaður knattspyrnudeildar og Þorsteinn sjálfur skrifa undir.

„Viðtalið snýst meðal annars um lofandi feril ungrar knattspyrnukonu sem er uppalin hjá Keflavík og leikur nú með Breiðabliki og landsliði Íslands. Mun hún vafalaust og vonandi spreyta sig á enn stærra sviði í framtíðinni. Breiðablik og Keflavík hafa lengi átt góð samskipti. Innan raða okkar Blika ríkir mikil virðing fyrir því starfi sem Keflvíkingar og þjálfarar þess reka í knattspyrnunni og því veigamikla hlutverki sem Keflavík gegnir í knattspyrnuhreyfingunni. Það er von okkar að fréttaflutningur dagsins, sem er eins og áður segir tekinn úr samhengi, varpi á engan hátt skugga á samskipti Breiðabliks og Keflavíkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“