fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Guðjón Þórðarson þurfti að leggjast inn á sjúkrahús um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. september 2020 12:46

Guðjón Þórðarson. © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Þórðarson stýrði Víkingi Ólafsvík ekki um helgina gegn Leikni Fáskrúðsfirði í Lengjudeildinni þar sem liðið vann góðan sigur. Það vakti athygli margra enda Guðjón sett svip sinn á deildina í sumar.

Guðjón gat ekki farið í ferðalagið með Ólafsvík sökum þess að hann þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Ekki kemur fram í Dr. Football hvað amar að Guðjóni.

„Það vakti athygli manna að Guðjón Þórðarson var ekki á bekknum, klaufalegt af Ólsurum að setja ekki eitthvað út um það. Hann var á spítala á Akranesi hann Gaui. Við sendum honum bestu kveðjur,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Dr. Football í dag.

Guðjón Þórðarson tók við Víkingi í upphafi móts eftir að Ólafsvík rak Jón Páll Pálmason var rekinn úr starfi. „Gaui Þórðar er ekki búinn að ná slæmum árangri með Ólafsvík,“ sagði Mikael Nikulásson.

Guðjón er í sínu fyrsta starfi á Íslandi frá árinu 2012 þegar honum var sagt upp hjá Grindavík en hann þjálfaði í Færeyjum á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tölfræði Sesko í nágrannaslagnum vekur mikla athygli

Tölfræði Sesko í nágrannaslagnum vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi