Leikur Tottenham og Leyton Orient sem fram átti að fara í enska deildarbikarnum í kvöld hefur verið aflýst vegna tíu smita sem komu upp.
Tottenham ákvað að borga fyrir próf á leikmenn Leyton Orient og þar greindust tíu leikmenn félagsins með kórónuveiruna.
Samkvæmt regluverkinni er Tottenham því dæmdur sigur og fer liðið áfram í næstu umferð. Því fagnar eflaust Jose Mourinho stjóri Tottenham.
Tottenham átti að leika í deildarbikarnum í kvöld og í Evrópudeildinni á fimmtudag, þétt spilað og þetta sparar honum smá hausverk.
Leyton Orient hafði skoðað að mæta með varalið sitt til leiks en nú er komið á hreint að af því verður ekki.