fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Rúnar Alex í læknisskoðun hjá Arsenal í dag – Tölfræðin í Frakklandi ekki góð

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. september 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson er nálægt því að ganga í raðir Arsenal, þetta herma heimildir 433.is og fjalla ensk blöð um málið.

Samkvæmt heimildum 433.is mun Rúnar Alex skrifa undir fimm ára samning við Arsenal. Sami heimildarmaður segir að Rúnar sé í læknisskoðun hjá Arsenal í dag.

Árið 2014 fór Rúnar til danska liðsins Nordsjælland frá KR en þá var hann aðeins 18 ára gamall. Árið 2018 fór Rúnar frá danska liðinu og yfir til Frakklands í Dijon.

Ljóst er að þetta verða ein af stærri félagaskiptum sem Íslendingur hefur fengið en Arsenal er að selja Emiliano Martinez til Arsenal og verður Rúnar Alex því annar kostur í mark Arsenal á eftir Bernd Leno. Ensk blöð segja að Arsenal muni borga Dijon um 250 milljónir íslenskra króna.

Tölfræðivefurinn WhoScored hefur tekið saman tölfræði Rúnars í Dijon, hún er ekki góð en liðið hefur barist við falldraug þessi tvö ár sem íslenski markvörðurinn var aþr.

„Af öllum markvörðum sem spilað hafa 20 leiki eða fleiri frá upphafi 2018/19 tímabilsins í frönsku úrvalsdeildinni, er Rúnar Alex sá markvörður með slakasta hlutfall af vörðum skotum. 57,8 prósent,“ segir í færslu WhoScored.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gæti mjög óvænt snúið aftur

Gæti mjög óvænt snúið aftur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

ÍBV sækir spennandi markvörð

ÍBV sækir spennandi markvörð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

McTominay gerði gott betur en Ronaldo

McTominay gerði gott betur en Ronaldo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Í gær

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar
433Sport
Í gær

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“