fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Chelsea byrjar tímabilið á sigri

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 14. september 2020 21:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brighton tók á mót Chelsea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Jorginho kom Chelsea yfir á 23. mínútu með marki úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Timo Werner. Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik.

Brighton menn náðu að jafna leikinn á 54. mínútu þegar að Leandro Trossard skoraði með skoti fyrir utan teig.

Aðeins tveimur mínútum síðar kom Recce James, Chelsea aftur yfir með frábæru marki fyrir utan teig. Matt Ryan, markvörður Brighton kom engum vörnum við. James var síðan aftur á ferðinni á 66. mínútu þegar að hann átti hornspyrnu sem rataði á Kurt Zouma sem skoraði þriðja mark Chelsea.

Fleiri mörk voru ekki skoruð. Chelsea byrjar því tímabilið á góðum útivallarsigri. Chelsea mætir Liverpool á heimavelli á sunnudaginn. Næsti leikur Brighton í deildinni er á útivelli á móti Newcastle United.

Brighton 1 – 3 Chelsea
0-1 Jorginho (’23)
1-1 L. Trossard (’54)
1-2 Reece James (’56)
1-3 Kurt Zouma (’66)

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af urslit.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“