fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Nokkrir fengu undanþágu frá reglum um sóttkví á Íslandi í gær – „Þetta kom upp á síðustu stundu“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 6. september 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir enskir blaðamenn fengu undanþágu frá reglum um sóttkví hér á landi við komu til landsins. Fengu þeir undanþáguna vegna landsleiks Íslands og Englands í gær. Þar vann England 0-1 sigur á Íslandi.

Oliver Holt blaðamaður hjá Daily Mail og fleiri blaðamenn fengu þessa undanþágu. Aðrir enskir blaðamenn höfðu mætt til landsins um síðustu helgi og farið í fimm daga sóttkví.

„Farþegar sem koma til Íslands frá og með 19. ágúst geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins,“ segir í reglum á covid.is.

Þessir blaðamenn fengu leyfi frá yfirvöldum hér á landi að mæta á landsleik Íslands og Englands í gær og umgangast þar nokkurn fjölda en þurfa þess utan að fara efitr reglum um sóttkví.

„Við fengum undanþágu sem blaðamenn til að fara á leikinn, þetta kom upp á síðustu stundu. Við þurftum að fara frá flugvelli á hótelið, þaðan á völlinn og aftur á hótelið. Við höfum ekkert séð fyrir utan völlinn,
“ sagði Holt á Twitter.

Hanns sagði Reykjavík fallega borg. „Reykjavík er falleg borg, ég hef aðeins séð hana úr leigubíl. Ég myndi elska að koma hingað aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna