fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Nefndi barnið sitt í höfuðið á umdeildum leikmanni – „Vá ég trúi ekki að þú hafir gert þetta í alvörunni“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 15:21

Mynd: Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmaður Arsenal nefndi nýlega barnið sitt í höfuðið á leikmanni liðsins. Leikmaðurinn sem um ræðir var þó afar umdeildur á síðasta tímabili þar sem ekkert virtist ganga hjá honum.

Jack Robinson, faðir barnsins, birti færslu á Twitter þar sem hann sagði að ef Mesut Özil, leikmaður Arsenal, svaraði tístinu þá myndi konan hans leyfa honum að nefna barnið sitt í höfuðið honum. Þetta vakti athygli, ekki síst vegna þess að Özil hefur ekki gengið vel hjá Arsenal undanfarið.

Fjórum dögum síðar svaraði Özil honum. „Það er þá samþykkt. Ég varð þér ekki fyrir vonbrigðum og nú er komið að þér. Ég vil sjá fæðingarvottorðið þegar barnið fæðist,“ sagði Özil.

Robinson deildi síðan mynd af barninu ásamt fæðingarvottorðinu í vikunni. „Mara Özil Robinson, móður og barni líður vel,“ sagði Robinson. „Takk aftur fyrir magnaða minningu sem varir til æviloka.“ Özil var fljótur að svara. „Vá ég trúi ekki að þú hafir gert þetta í alvörunni. Risastórar hamingjuóskir til þín og fjölskyldunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim fyrir að reka hann

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim fyrir að reka hann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar