fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuleikjum á Íslandi hefur verið frestað tímabundið vegna COVID-19 veirunnar en æfingabann hefur einnig verið sett á. Virðist þetta hafa vakið mikla reiði í hlaðvarpsþætti Dr. Football sem kom út í dag.

Hjörvar Hafliðason, stjórnandi þáttarins, spurði hvers vegna það er verið að blása allt af í íslenska boltanum. Kristján Óli Sigurðsson, spekingur þáttarins, svarar honum og en hann er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. „Það er ekkert að gerast og ég bara skil ekki hvað er í gangi varðandi það að blása fótboltann af þegar allt annað má vera í gangi,“ sagði Kristján. „Veitingastaðir mega vera opnir til 23, þú mátt vera í sleik við einhvern niðri í 101 Reykjavík til klukkan 23 á kvöldin svo þarftu að fara heim og allt í góðu.“

Kristján virðist þó hafa gleymt tveggja metra reglunni sem er í gildi þessa stundina og ætti hún að koma í veg fyrir sleiki á djamminu. Þó er það skiljanlegt að pirringur sé hjá Kristjáni yfir því að svo hart sé tekið á knattspyrnunni þegar sóttvarnir eru ekki efst í huga allra landsmanna.

Þá kom Kristján með dæmi úr íslensku knattspyrnunni til að sýna hversu „sáralitlar líkur“ eru á því að smit komi upp í fótboltanum. „Sjáðu bara dæmin, það var allt stoppað í kvennaboltanum þegar Breiðabliks-stelpan var smituð, Selfoss og Breiðablik fóru í sóttkví. Hún smitaði engan, hún spilaði við þessar stelpur, smitaði engan hvorki á æfingum né í leikjum,“ sagði Kristján. Þá nefndi hann einnig Þorra Geir, leikmann Stjörnunnar, en hann var smitaður og fór lið Stjörnunnar í sóttkví í kjölfarið.

„En ekki einn maður smitaðist í Stjörnunni af honum. Þetta gerðist í einhverjum partýjum, af hverju eru ekki partý bönnuð og fótbolti leyfður? Drullastu í gang Þórólfur eða ég fer og læri sóttvarnarlækninn,“ sagði Kristján að lokum. „Þetta er reyndar það besta sem ég hef heyrt í þessu,“ sagði Hjörvar þá.

Hlaðvarpsþáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool staðfestir ráðningu á van Bronckhorst – Þekktur markmannsþjálfari einnig mættur

Liverpool staðfestir ráðningu á van Bronckhorst – Þekktur markmannsþjálfari einnig mættur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn