fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Andri Fannar verður áfram á Ítalíu – Framlengir við Bologna

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 12:18

Andri Fannar Baldursson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Fannar Baldursson er búinn að framlengja samning sinn við liðið Bologna á Ítalíu. Fótbolti.net greinir frá þessu.

Andri, sem er einungis 18 ára gamall, fór til Bologna í fyrra en liðið leikur í efstu deild Ítalíu. Andri spilaði 7 leiki með liðinu á tímabilinu sem var að ljúka. Viðræður hafa farið fram milli Andra og Bologna undanfarna mánuði en nú hefur hann skrifað undir og gildir samningurinn til 5 ára, eða til 30. júní árið 2025.

Þegar Andri kom inn á í fyrsta leiknum sínum með liðinu varð hann yngsti íslenski leikmaðurinn til að spila í 5 stærstu deildum Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga