fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Ítalska deildin: Zlatan með tvennu í sigri Milan – Andri og félagar töpuðu gegn Atalanta

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í efstu deild Ítalíu í kvöld. Atalanta tók á móti Andra Baldurssyni og félögum í Bologna en AC Milan mætti Sassuolo á útivelli.

Markalaust var í fyrri hálfleik í leik Atalanta og Bologna. Í seinni hálfleik náði Atalanta hins vegar að komast yfir en það var Luis Muriel sem skoraði markið fyrir þá. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum og fékk Atalanta því þrjá punkta í kvöld. Íslenska ungstirnið, Andri Baldursson, kom ekkert við sögu í leiknum.

Í hinum leik kvöldsins urðu mörkin aðeins fleiri en það var sænska kempan, Zlatan Ibrahimovic sem kom AC Milan yfir á 19. mínútu leiksins. Fransesco Caputo náði að jafna metin fyrir Sassuolo rétt fyrir hálfleik en hann skoraði úr víti. Zlatan sýndi þá að hann er ennþá í fullu fjöri og kom AC Milan aftur yfir áður en flautað var til hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og fór AC Milan því heim með 3 punkta í farteskinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu mörkin – Rosalega óvænt úrslit þegar Sádarnir hentu City heim

Sjáðu mörkin – Rosalega óvænt úrslit þegar Sádarnir hentu City heim
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Frá Roma til Besiktas

Frá Roma til Besiktas
433Sport
Í gær

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli