Knattspyrnumaðurinn Harry Kane, sem spilar fyrir Tottenham á Englandi, greindi frá því á Instagram síðu sinni fyrr í vikunni að hann ætti von á barni ásamt eiginkonu sinni Katie Goodland. Þetta verður þá þriðja barn þeirra hjóna, en þau eiga tvær dætur saman fyrir.
Í Instagram færslunni leyfði Harry fylgjendum sínum að giska á hvort það væri stelpa eða strákur á leiðinni. Í athugasemdum við myndina vonuðust margir Tottenham aðdáendur eftir því að nú sé strákur á leiðinni hjá þeim. „Gefðu okkur strák, við þurfum Harry Junior,“ sagði einn aðdáandi. Þá sagði annar að ef hann eignast strák þá ætti að „koma honum sem fyrst í liðið svo þeir geti spilað saman.“
Nú hefur Harry opinberað kyn barnsins en hann gerði það í myndbandi sem hann birti á Instagram síðu sinni. Í myndbandinu má sjá stóran bolta hanga í marki en blaðran hefur að geyma lit sem segir um kyn barnsins. Þá má sjá fólk fylgjast með í gegnum myndbandssímtalsforritið Zoom, eflaust eru það fjölskylda og vinir Kane og Katie. Harry sparkar fótbolta í stóra boltann í markinu með þeim afleiðingum að stóri boltinn springur og kyn barnsins kemur í ljós.
https://www.instagram.com/p/CC3VuGtBxcW/
Katie og Harry giftust á Bahama-eyjum í fyrra en Harry bað hennar árið 2017. Þau eiga einnig tvo hunda, Brady og Wilson, sem nefndir eru eftir NFL leikmönnunum Tom Brady og Russell Wilson.