fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Þriðja barnið á leiðinni hjá Kane – Sjáðu hvernig hann tilkynnti um kyn barnsins

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 20. júlí 2020 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Harry Kane, sem spilar fyrir Tottenham á Englandi, greindi frá því á Instagram síðu sinni fyrr í vikunni að hann ætti von á barni ásamt eiginkonu sinni Katie Goodland. Þetta verður þá þriðja barn þeirra hjóna, en þau eiga tvær dætur saman fyrir.

Í Instagram færslunni leyfði Harry fylgjendum sínum að giska á hvort það væri stelpa eða strákur á leiðinni. Í athugasemdum við myndina vonuðust margir Tottenham aðdáendur eftir því að nú sé strákur á leiðinni hjá þeim. „Gefðu okkur strák, við þurfum Harry Junior,“ sagði einn aðdáandi. Þá sagði annar að ef hann eignast strák þá ætti að „koma honum sem fyrst í liðið svo þeir geti spilað saman.“

Nú hefur Harry opinberað kyn barnsins en hann gerði það í myndbandi sem hann birti á Instagram síðu sinni. Í myndbandinu má sjá stóran bolta hanga í marki en blaðran hefur að geyma lit sem segir um kyn barnsins. Þá má sjá fólk fylgjast með í gegnum myndbandssímtalsforritið Zoom, eflaust eru það fjölskylda og vinir Kane og Katie. Harry sparkar fótbolta í stóra boltann í markinu með þeim afleiðingum að stóri boltinn springur og kyn barnsins kemur í ljós.

https://www.instagram.com/p/CC3VuGtBxcW/

Katie og Harry giftust á Bahama-eyjum í fyrra en Harry bað hennar árið 2017. Þau eiga einnig tvo hunda, Brady og Wilson, sem nefndir eru eftir NFL leikmönnunum Tom Brady og Russell Wilson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Í gær

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu