„Munurinn á liðunum í dag var markmaðurinn,“ segir Kristján Óli, sérfræðingur Dr. Football hlaðvarpsins, og á þar við að Anton Ari Einarsson hafi átt að gera betur í leik Breiðabliks og Vals sem fór fram í gær.
Hjörvar bendir Kristjáni á að Anton hafi átt stórkostlega vörslu í fyrri hálfleik. „Það er vinnan hans að verja og hann varði það stórkostlega en hann kom líka bara með platta út í seinni hálfleik með hlaðborði fyrir Valsmenn: Gjöriði svo vel, skoriði,“ segir Kristján Óli, augljóslega ekki sáttur með starf markmannsins í gær.
„Það þarf að styrkja hópinn,“ segir Kristján „Þetta er enginn hópur til að berjast um titil.“ Kristján segir að peningurinn fyrir nýjum leikmönnum sé til hjá Breiðabliki. „Við skulum bara vona að Óskar taki upp heftið því við sjáum það að hópurinn er bara ekki nógu breiður.