Þýska liðið Borussia Dortmund hefur nú svipt hulunni af nýjasta leikmanni liðsins. Hinn 17 ára Jude Bellingham er nú búinn að krota undir hjá Dortmund en hann var áður á mála hjá Birmingham.
Jude Bellingham var keyptur fyrir 25 milljón pund og gerir það hann að dýrasta 17 ára gamla leikmanni heims. Dortmund fór óvenjulega leið til að tilkynna um kaupin en liðið birti í dag myndband á Twitter síðu sinni þar sem leikmenn liðsins syngja saman lagið Hey Jude eftir Bítlana.
Myndbandið er kostulegt og má sjá hér fyrir neðan:
Hey Jude 🎸 pic.twitter.com/SyjizjOQOl
— Borussia Dortmund (@BlackYellow) July 20, 2020
Samkvæmt DailyMail er það talið að Bellingham muni fá 52 þúsund pund, eða um 9 milljónir króna, á viku hjá Dortmund. Það er heldur meira en það sem hann fékk hjá Birmingham en þar fékk hann lítil 145 pund á viku, eða um 25 þúsund krónur. „Hann er gríðarlega efnilegur,“ segir yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund. „Hann er nú þegar mjög hæfileikaríkur með og án boltans.“