Bruno Fernandes hefur verið að gera gríðarlega góða hluti með Manchester United síðan hann kom til þeirra í ársbyrjun þessa árs. Segja má að hann hafi verið púsluspilið sem vantaði í liðið en síðan hann kom hefur gengi Manchester batnað til muna. Eftir leikinn gegn Chelsea í FA bikarnum um helgina hefur hann þó fengið mikla athygli fyrir afar slappa dýfu.
Þegar um hálftími var liðinn af leiknum féll Bruno niður eftir afar lítið, ef eitthvað, samstuð við miðjumann Chelsea, Mateo Kovačić. Atvikið var afar umdeilt á Twitter en Bruno var harkalega gagnrýndur fyrir að dýfa sér. „Bruno Fernandes mun hoppa niður í jörðina ef andstæðingurinn andar á hann,“ sagði notandi nokkur. „Ég hata þennan gaur nú þegar. Hann er góður leikmaður en þetta mun svo sannarlega hafa áhrif á ferilinn hans,“ sagði annar.
Dýfuna umtöluðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:
Bruno Fernandes, ladies and gentlemen.
🤦♂️ pic.twitter.com/h0cgI6iNN5
— LDN (@LDNFootbalI) July 19, 2020